Í samræmi við 7. gr laga HSV er hér með boðað til 24. Héraðsþings HSV, þriðjudaginn 7. maí kl. 17:00. Þingið verður haldið á fjórðu hæðinni í Stjórnsýsluhúsinu.

Dagskrá og upplýsingar um tillögur sem fara fyrir þingið verður gefið út tveimur vikur fyrir þing

Tillögur sem óskað er eftir að teknar verði fyrir á Héraðsþingi, skulu hafa borist stjórn HSV fyrir 1. maí 2024.

Einnig er óskað eftir fólki til að gefa kost á sér í aðalstjórn HSV. Áhugasamir geta haft samand með tölvupósti í hsv@hsv.is fyrir frekari upplýsingar.

Frekari upplýsingar varðandi héraðsþing HSV má finna í lögum HSV sem nálgast má á heimasíðu HSV, hsv.is.

Nánar

Knattspyrnumaðurinn Elmar Atli Garðarson var útnefndur íþróttamaður ársins 2023 í Ísafjarðarbæ í athöfn sem fram fór á laugardaginn á veitingastaðnum Logni.

Elmar Atli Garðarsson er fyrirliði knattspyrnuliðs Vestra, sem tryggði sér nýlega sæti í efstu deild karla í knattspyrnu á Íslandi. Hann hóf að leika með meistaraflokki sumarið 2014, þá 17 ára gamall. Elmar hefur borið fyrirliðabandið hjá Vestra frá árinu 2017 og sinnt því hlutverki með miklum sóma, með þrotlausri vinnu innan sem utan vallar. Elmar er mikil fyrirmynd, sérstaklega fyrir ungt knattspyrnufólk sem hann gefur sér ávallt tíma fyrir.

Elmar leikur stöðu varnarmanns hjá Vestra. Hann á að baki 233 KSÍ leiki og í þeim hefur hann skorað fjögur mörk. Hann er metnaðarfullur og leggur allt í sölurnar til að félagið hans nái árangri.

Elmar er fæddur og uppalin í Súðavík þar sem hann byrjaði ungur að æfa knattspyrnu. Hann hefur sýnt aðdáunarverða tryggð við félagið sitt sem og samfélagið með því að leika allan sinn knattspyrnuferil fyrir vestan. Tryggð sem nú hefur skilað knattspyrnuliði Vestra í röð bestu liða á Íslandi.

Við athöfnina voru efnilegustu íþróttamenn ársins 2023 einnig útnefnd en það voru þau Maria Kozak í bogfimideild Skotís og Sverrir Bjarki Svavarsson í blakdeild Vestra.


Sverrir Bjarki Svavarsson og Maria Kozak voru útnefnd efnilegustu íþróttamenn ársins 2023. Yngri systir Sverris tók við verðlaununum fyrir hans hönd.

Þá fengu ungmenni sem hafa verið valin í úrtakshóp fyrir landslið hjá sínum sérsamböndum viðurkenningu fyrir góðan árangur í íþróttum.


Ungmennin sem fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur í íþróttum og fulltrúar þeirra sem komust ekki á athöfnina.

Síðast en ekki síst fékk Sigmundur Fríðar Þórðarson hvatningaverðlaun íþrótta- og tómstundanefndar, fyrir óeigingjarnt og ötult starf í þágu íþrótta, sérstaklega á Þingeyri.


Sigmundur ásamt Örnu Láru bæjarstjóra.


Íþróttafólkið sem var tilnefnt í kjöru um íþróttamann ársins


Íþróttafólkið sem var tilnefnt í kjöri um efnilegasta íþróttamann ársins

 
Nánar

Úthlutað hefur verið styrkjum úr Afrekssjóði HSV. Sjóðurinn gegnir mikilvægu hlutverki fyrir íþróttafólkið okkar hérna heima í héraði og erlendis.

Alls bárust þrettán umsóknir.

Stjórn Afrekssjóðsins hefur tekið ákvörðun um að gera samning við fimm einstaklinga um mánaðarlega styrki fyrir árið 2024. Helsta markmið með samningunum er að auka utanumhald og stefnumörkun á afrekssviði og jafnframt er sett aukin áhersla á markmið og markvissan undirbúning þeirra iðkenda sem stefna að því að komast í fremstu röð.

Þeir íþróttamenn sem gerður er samningur við eiga það öll sameiginlegt að vera með skýr og góð markmið um að styrkja sig og eflast í sinni íþróttagrein. 

Einnig voru veittir styrkir til átta íþróttamanna samkvæmt því ferli sem áður hefur verið úthlutað eftir hjá Afrekssjóðnum.

Þeir íþróttamenn sem gerðir verða árssamningar við eru:

Dagur Benediktsson, Skíðafélag Ísfirðinga

Ástmar Helgi Kristinsson, Skíðafélag Ísfirðinga

Grétar Smári Samúelsson, Skíðafélag Ísfirðinga

Guðrún Helga Sigurðardóttir, Lyftingardeild Vestra

Hákon Ari Heimisson, Blakdeild Vestra

 

Þeir íþróttamenn sem hlutu stakan styrk eru:

Sveinbjörn Örri Heimisson, Skíðafélag Ísfirðinga

Eyþór Freyr Árnason, Skíðafélag Ísfirðinga

Ísar Logi Ágústsson, Skíðafélag Ísfirðinga

Pétur Þór Jónsson, Handknattleiksdeild Harðar

Dagný Emma Kristinsdóttir, Körfuknattleiksdeild Vestra

Elmar Breki Baldursson, Körfuknattleiksdeild Vestra

Kacper Tyszkiewicz, Blakdeild Vestra

Pétur Örn Sigurðsson, Blakdeild Vestra

 

HSV óskar þessum afreksíþróttamönnum til hamingju

Nánar

Nánar

Nýr samningur milli HSV og Ísafjarðarbæjar hefur verið undirritaður.

Stjórn HSV ásamt Ísafjarðarbæ hefur unnið að nýjum samning í góðri samvinnu og breytingar kynntar vel fyrir aðildarfélögum HSV. Á formannafundi þann 13. nóvember sl. voru drög að samningi samþykkt og fól fundurinn stjórn HSV að vinna málið áfram og ganga frá undirskrift á nýjum samningi.

Samningurinn felur í sér nokkrar breytingar:

Staða framkvæmdastjóra HSV mun færast til Ísafjarðarbæjar og rekstrarstyrkur Ísafjarðarbæjar til HSV minnkar sem samsvarar launagreiðslum og rekstri skrifstofu HSV.
Starfið verður auglýst skv. reglum Ísafjarðarbæjar og mun starfsmaðurinn sinna mörgum verkefnum sem HSV var með áður skv. samningi við Ísafjarðarbæ.

Íþróttaskóli HSV færist yfir til Ísafjarðarbæjar ásamt stöðu yfirþjálfara. Nýr starfsmaður á skóla- og tómstundasviði mun hafa umsjón með skólanum ásamt yfirþjálfara.

Ísafjarðarbær hefur lagt til íbúðarstyrk í formi afnota af fimm íbúðum Fasteigna Ísafjarðarbæjar. Þær eru nú aðeins úthlutaðar til 1. september 2024 þar sem Ísafjarðarbær hyggst selja íbúðirnar. Þetta ákvæði verður endurskoðað ef seinkun verður á sölu íbúðanna.

 

Við undirritun samnings greindi bæjarstjóri frá því að fullur vilji væri til að reyna allt hvað þau geta til að koma til móts við skerðingu íbúðastyrks.

Markmið með þessum breytingum er meðal annars að viðhalda öflugu íþróttastarfi í á svæðinu og að auka skilvirkni samskipta íþróttahreyfingar við Ísafjarðarbæ. Ísafjarðarbær og HSV munu áfram vera í góðu samstarfi og vinna að uppbyggingu íþrótta á svæðinu.

 

 

 
Nánar