Landsmót UMFÍ 50+ var sett í blíðskaparveðri á Silfutorgi í eftirmiðdaginn. Fjöldi fólks var komin á torgið og hlýddi á viðburi setningar. Lúðrasveit Tónlistarskólans hóf dagskránna. Síðan flutti Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti bæjarstjórnar Ísafjaröarbæjar flutti áhugavert , Séra Magnús Erlingsson sóknarprestur á Ísafirði átti skemmtilega innkomu og ávarp. Síðan fluttu ungir Vestfirðingar, Anna Þuríður Sigurðardóttir og Aron Guðmundsdóttir fallegt tónlistaratriði. Það var svo Haukur Valtýsson formaður UMFÍ sem setti mótið formlega og afhenti fulltrúa Ísafjarðarbæjar og HSV skjöld frá UMFÍ sem þakklætisvott fyrir framkvæmd mótsins.

Næsti dagskrárliður motsins er söguganga um Eyrina með Jónu Símoníu Bjarnadóttur frá Safnahúsinu kl. 19.30 sem endar við Edinborgarhúsið kl. 20.30 þar sem verður kaffihúsastemmning á meðan fram fer danskeppni og danssýning. Dagskrá föstudagsins lykur svo með harmonikkutónum frá Villa Valla og félögum sem leika við hvern sinn fingur að lokinni danskeppni.