Afreksform HSV eru æfingar fyrir ungmenni fædd 2008 til 2005, ekki er skilyrði að æfa íþrótt hjá aðildarfélagi HSV til að taka þátt.

Fyrirkomulag

Í tímunum er boðið upp á fjölbreyttar æfingar sem miða að því að bæta snerpu,  sprengikraft, úthald, liðleika og styrk iðkendanna undir stjórn sjúkraþjálfara. Þjálfarar munu einnig skima hópinn til að finna út styrkleika og veikleika hvers og eins og hjálpa krökkunum að vinna sérstaklega með þá þætti. Miðað er við að fá yfirsýn yfir æfingaálag hvers og eins.

Iðkendur fá fræðslu um hvernig og hversu mikið sé rétt að æfa miðað við aldur og líkamsburði og mikil áhersla er lögð á að iðkendurnir læri að gera æfingarnar rétt. Þar með minnka líkur á einkennum ofálags á þeim aldri þegar krakkarnir eru að taka út mestan vöxt.

Þjálfari er Atli Jakobson

Nánar

Æfingar fyrir börn fædd árin 2008-2010 hefjast fimmtudaginn 03. september og fara æfingarnar fram í Íþróttahúsinu á Torfnesi alla fimmtudaga kl. 14:00-15:00. 

Markmið verkefnisins er að ná til barna sem eru í 5.-7. bekk í grunnskóla og eru ekki að stunda æfingar hjá aðildarfélögum HSV. Mesta áhersla verður lögð á grunnþjálfun eins og stöðvaþjálfun þar sem hver og einn getur tekið þátt eftir sinni getu. Auk þess verða kynntar fyrir þátttakendum hinar ýmsu einstaklingsíþróttagreinar svo sem bogfimi, golf, sund, hestamennska, hjólreiðar og glíma. Áhersla verður líka lögð á hópeflisleiki til þess að hrista hópinn saman og efla félagsleg tengsl iðkenda. Takmarkið er að börnin fái áhuga og finni ánægju af að stunda hreyfingu og íþróttir.

Hægt er að gera undantekningu á aldursskiptingu ef einhver börn finna sig ekki í Íþróttaskólanum eða Afreksformi HSV.

Umsjón með æfingum hefur Bjarki Stefánsson framkvæmdastjóri HSV.

Skráning er hafin og fer fram í Nóra.

Nánari upplýsingar á ithrottaskoli@hsv.is .

Nánar

Íþróttaskóli HSV hefst 25. ágúst nk.

Um er að ræða grunnþjálfun, boltaskóla og sund fyrir nemendur í 1.-4. bekk.

Skráning er hafin og fer fram hér https://hsv.felog.is/

Stundaskrá kemur síðar.

Upplýsingar gefur Heiðar Birnir Torleifsson yfirþjálfari íþróttaskóla HSV á póstfanginu ithrottaskoli@hsv.is

 

Nánar

Þann 1. ágúst síðastliðinn tók Heiðar Birnir Torleifsson við sem nýr yfirþjálfari íþróttaskóla HSV.  Heiðar hefur mikla og víðtæka reynslu úr þjálfun og stjórnun.  Hann lauk við UEFA-A gráðu árið 2006 ásamt því að hafa starfað sem yfirþjálfar í knattspyrnu hjá Keflavík, Þrótt, KR, Breiðablik og Coerver Coaching.

Heiðar hefur starfað sem þjálfari í íþróttaskóla HSV frá því í janúar 2020 ásamt því að starfa sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Vestra

HSV býður Heiðar hjartanlega velkominn til starfa og hlakkar til samstarfsins. 

Nánar

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa HSV lokuð til mánudagsins 20.júlí.

Öllum póstum verður svarað þegar skrifstofa opnar aftur.

Nánar