Stundaskrá íþróttaskóla HSV er nú tilbúin fyrir veturinn. Stundaskrána má sjá undir "Stundaskrá" hér til vinstri á heimasíðunni.

Nánar

Íþróttaskóli HSV mun hefjast á Ísafirði mánudaginn 25.ágúst.  Íþróttaskólinn er samvinnuverkefni HSV, aðildafélaga HSV og Ísafjarðarbæjar.  Íþróttaskólinn er ætlaður börnum í 1-4. bekk í grunnskólum Ísafjarðarbæjar og geta öll börn á þessum aldri skráð sig í skólann og tekið þátt.  Íþróttaskóli HSV leggur áherslu á grunnþjálfun barna ásamt því að þau fái þjálfun í flestum þeim íþróttagreinum sem í boði eru á eldri stigum aðildarfélaga HSV.  Á haustmisseri er skólanum skipt upp í þrjá hluta þ.e. grunnþjálfun, boltaskóla og sund.  Þegar skíðasvæðin opna verður svig- og gönguskíðaæfingum bætt við stundaskrána.

 

Grunnþjálfun: Í grunnþjálfun er áhersla lögð á hreyfingu og hreyfiþroska barna.  Fjölbreyttar æfingar verða í boði, farið í leiki, þrautir, fimleika, hopp, hlaup, köst, aðrar greinar kynntar og margt fleira.  Grunnþjálfun er í boði tvisvar í viku.

 

Boltaskóli:  Í boltaskólanum verður boltagreinum skipt upp í tímabil og þjálfuð ein grein í einu.  Boltagreinarnar í skólanum eru knattspyrna, blak, körfuknattleikur og handknattleikur.   Geta börnin því fengið að kynnast öllum þessum greinum og æft hverja grein.  Boltaskóli er í boði tvisvar í viku og verður fyrsta tímabilið knattspyrna. Þjálfarar í boltaskóla fyrir 3.-4. bekk verða fengnir frá aðildafélögum sem koma með sérþekkingu á sinni grein og kafa dýpra í hverja boltagrein. 

 

Sund:  Í íþróttaskólanum verður almenn sundþjálfun í boði og verða æfingar tvisvar í viku undir stjórn þjálfara Vestra.

 

Skíði: Í íþróttaskólanum verður boðið uppá æfingar á svig- og gönguskíðum. Æfingarnar verða undir stjórn þjálfara Skíðafélags Ísfirðinga og munu æfingatímar skýrarst frekar þegar skíðasvæðin opna í vetur.

 

Yfirþjálfari íþróttaskólans er Salome Elín Ingólfsdóttir. Salome sér um grunnþjálfun barna í 1.-4.bekk og einnig um þjálfun í boltaskóla fyrir börn í 1.-2. bekk.

 

Skráning í íþróttaskólann fer fram í gegnum sérstakt skráningarkerfi sem er aðgengilegt á heimasíðu íþróttaskóla HSV og er nú þegar hægt að ganga frá skráningu.  Mjög mikilvægt er að skrá barnið í gegnum kerfið þar sem allar upplýsingar til foreldra varðandi íþróttaskólann eru sendar í gegnum þetta kerfi í tölvupósti. Góðar skráningaleiðbeiningar hafa verið settar á heimasíðu HSV.

 

Markmið íþróttaskóla HSV er:

  • Fá sem allra flest börn til að iðka íþróttir
  • Að fyrstu kynni barna af íþróttaiðkun sé jákvæð
  • Að börn fái að kynnast sem flestum íþróttagreinum
  • Að auka gæði þjálfunar
  • Lækka kostnað heimila við íþróttaiðkun barna
  • Auka grunnþjálfunarhluta æfinga, almenna hreyfingu, hreyfiþroska og hreyfigetu  

 

Íþróttaskóli HSV hefur nú sitt 4.starfsár og hefur almenn ánægja meðal barna og foreldra einkennt starfið til þessa. Með von um að sem flestir finni sér eitthvað við sitt hæfi hlökkum við hjá HSV til samstarfsins í vetur.

Nánar

Stjórn HSV hefur ákveðið að ráða Sigríði Láru Gunnlaugsdóttur sem næsta framkvæmdastjóra HSV. Sigríður er menntaður sjúkraþjálfari og hefur um árabil verið einn af máttarstólpum vestfirskrar íþróttaflóru. 

Nánar

Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélaginu.

Nánar

Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í afreksmannasjóð sambandsins. 

Nánar