Um næstu helgi verður haldið innanhúsmót BÍ 88 og Eimskips í knattspyrnu í íþróttahúsinu Torfnesi.

 Keppt verður í 8.- 3.flokki karla og kvenna.

Skráningin fer þannig fram að þið sendið okkur póst í netfangið ithrottaskoli@hsv.is,  þar sem þarf að koma fram fullt nafn og fæðingarár viðkomandi barns. Tekið er við skráningum til kl. 15.00 í dag fimmtudag.

Nánari dagskrá mótsins verður svo komin á hsv/bi.is í kvöld.

 Við hvetjum sem flesta iðkendur í boltaskóla HSV til að skrá sig og vera með í skemmtilegu móti.

Nánar

Á 47. sambandsþingi Ungmennafélags Íslands í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í gær var tilkynnt hvaða héraðssambandi hefði hlotnast hvatningarverðlaun UMFÍ 2011.
 

Verðlaunin féllu í skaut Héraðssambands Vestfirðinga, HSV, fyrir nýungar í starfi og öflugt samstarf við sveitarfélagið.

Jón Páll Hreinsson, formaður HSV, tók við viðurkenningunni fyrir hönd héraðssambandsins. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, afhenti verðlaunin.

Jón Páll sagði við viðtöku verðlaunanna að þetta væri ávöxtun mikillar vinnu fjöldmargra aðila innan stjórnar HSV, starfsmanna HSV, stjórna aðildarfélaga HSV, sjálfboðaliða innan HSV og starfsmanna Ísafjarðarbæjar og bæjarstjórn Ísafjarðar en HSV hefur átt í mjög góðum samskiptum við sveitarfélagið og vonast til þess að halda því áfram. 

Nánar
Sambandsþing UMFÍ 2011 var haldið á Akureyri um nýliðna helgi.  HSV átti þar 5 fulltrúa þau Jón Pál Hreinsson formann HSV, Maron Pétursson gjaldkera HSV, Ara Hólmsteinsson stjórnarmaður í HSV, Eyrún Harpa Hlynsdóttir stjórnarmaður í UMFÍ og Kristján Þór Kristjánsson starfsmaður HSV.  Mörg mál lágu fyrir þinginu og voru fjölmargar góðar tillögur samþykktar og fór nefndarstarf vel fram.  Helga Guðrún Guðjónsdóttir var endurkjörinn formaður UMFÍ og í stjórn félagsins voru kosin þau Stefán Skapti Steinólfsson USK, Bolli Gunnarsson HSK, Jón Pálsson UMSK, Haukur Valtýsson UMFE, Björg Jakobsdóttir UMSK og Eyrún Harpa Hlynsdóttir HSV og í varastjórn þau Matthildur Ásmundardóttir USÚ, Anna María Elíasdóttir USVH, Baldur Daníelsson HSÞ og Einar Kristján Jónsson Vesturhlíð.   Björn B. Jónsson fyrrverandi formaður UMFÍ var veitt heiðurfélaganafnbót UMFÍ.
  Nánar

 

Í gær voru dregnir út vinningshafar í Fjallapassaleiknum 2011 og fengum við Gísla Úlfarsson til að draga vinningshafa.   Markmið Fjallapassans er að hvetja einstaklinga og fjölskyldur til að nýta sér þær leiðir til heilsueflingar sem felast í náttúrunni í kringum okkur.  Með þátttöku í skemmtilegum leik getur hver og einn fundið fjall við sitt hæfi til að klífa og eflt um leið sitt líkamlega og andlega þrek svo ekki sé talað um þá mikilvægu samverustund sem fjölskyldur og vinir geta átt með þátttökunni. 

Í stuttu máli gengur leikurinn út á það að klífa ákveðin fjöll og stimpla í passa með stimplum sem eru að finna á fjöllunum.  Því næst er passanum skilað inn og verða nöfn heppinna göngugarpa dregin út að leik loknum.  Þær gönguleiðir sem voru í Fjallapassanum í ár voru Naustahvilft, náman í Syðridal, Miðfell, Kaldbakur, Þjófaskar og Sauratindar.  Áttu þátttakendur að fara að minnsta kosti 4 af þessum 6 gönguleiðum áður en þeir skila passanum sínum inn. 

Rúmlega 70 einstaklingar skiluðu inn pössum og má gera ráð fyrir því miðað við útprentaða fjallapassa að mun fleiri hafi gengið en ekki náð að klára allar fjórar göngurnar.  Ef bara er tekið mið af þeim sem skiluðu inn pössum er það vel á fjórðahundrað fjallgöngur sem farnar voru fyrir tilstuðlan leiksins.

Glæsilegir vinningar voru dregnir út og þökkum við innilega þeim fyrirtækjum sem styrktu leikinn á einn eða annan hátt.

Pixel

Hamraborg

Heydalur

North Explorers

Ísafjarðarbær

Bolungarvíkurkaupstaður

Ferðamálasamtök Vestfjarða,

Simbahöllin Þingeyri

Penninn-Eymundsson

Galdrasafnið Hólmavík

Melrakkasetrið

Einarshús, Bolungarvík

Landsbankinn

Íslandsbanki
Craftsport 

 

Hægt er að sjá nöfn vinningshafa í leiknum á heimasíðu leiksins www.fjallapassinn.is og einnig fá vinningshafar sendan tölvupóst.  Vinningshafar geta sótt gjafabréf sitt á skrifstofu HSV Austurvegi 9, 2.hæð (Sundhallarloftinu).

Nánar

Laugardaginn 22. október klukkan 09.00-16.00 býður Heilsuskóli Keilis uppá opið námskeið fyrir alla þjálfara í styrktarþjálfun barna og unglinga í hópíþróttum.

Mikil áhersla verður lögð á verklega kennslu samhliða fræðilegri yfirferð. Námskeiðinu fylgir bæklingur með texta og lýsingum á æfingum og æfingakerfum fyrir börn og unglinga.

Á námskeiðinu verður farið í: 

  • Æfingaval og æfingakerfi
  • Mælingar fyrir sprengikraft, hraða, styrk og úthald
  • Áherslur í þjálfun yngri flokka
  • Lífðelisfræðilegann ávinning þjálfunar
  • Algeng meiðsli og meiðslaforvarnir hjá börnum og unglingum í hópíþróttum
  • Meðferð á meiddum einstaklingi í hópíþrótt og styrktarþjálfun

Leiðbeinandi er Einar Óli Þorvarðarson, sjúkraþjálfari B.Sc og styrktarþjálfari barna, unglinga og fullorðinna hjá íþróttafélagi.

Allar upplýsingar um verð og skráningu má finna á heimasíðu námskeiðsins.

Skráning fer fram á namskeid@keilir.net.

Nánar