Jafnréttisstefna HSV

Markmið jafnréttisstefnu HSV er að tryggja að allir félagsmenn HSV séu meðvitaðir um ábyrgð sína og áhrifamátt í jafnréttismálum og fari að lögum um jafna stöðu ólíkra þjóðfélagshópa.

HSV leggur ríka áherslu á jafnrétti kynjanna og að allir iðkendur sambandsins geti iðkað íþrótt sína óháð kynferði, trúarbrögðum, skoðunum, þjóðerni, kynþætti, litarhætti, efnahag, kynhneigð eða stöðu að öðru leyti. 

Bæði kyn séu hvött til áframhaldandi íþróttaiðkunar og kröfum beggja kynja til íþróttaiðkunar sé sinnt hvað varðar aðstöðu, fjármagn og félagsstarfs. Þetta skal haft í huga við skipulag mótahalds, skipulag æfinga eða æfingabúða auk úthlutunar styrkja.

HSV hvetur bæði konur og karla til þátttöku í innra starfi sambandsins og að í ábyrgðarstörf innan þess veljist sem jafnast hlutfall karla og kvenna hverju sinni. Í stjórn HSV og aðildarfélögum þess skal reynt að fá einstaklinga af báðum kynjum. 

Jafnréttisstefnan skal vera samofin öllu starfi og markvisst fléttuð inn í alla stefnumótun og verklag innan sambandsins. Gæta skal þess að ýta ekki undir staðalímyndir kynjanna.