Allur ágóði af leik KFÍ og Hattar frá Egilsstöðum í íþróttahúsinu á Torfnesi á föstudag mun renna óskertur til fjölskylduhjálpar Ísafjarðarkirkju. „Við höfum fundið fyrir velvilja í okkar garð í samfélaginu í haust og viljum með þessu móti gefa eitthvað til baka," segir Ingólfur Þorleifsson, formaður Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar. Stjórn KFÍ ákvað í samstarfi við Landsbankann að leggja fjölskylduhjálpinni lið með þessum hætti. „Við viljum hvetja alla sem vettlingi geta valdið að skella sér á leikinn og láta gott af sér leiða. Við vonumst til þess að geta fyllt húsið. Verðið verður ekki bundið við fast miðaverð heldur má fólk borga eins lítið og mikið og það vill og getur", segir Guðjón Már Þorsteinsson, meðstjórnandi og íþróttafulltrúi KFÍ.

Aðstandendur KFÍ hvetja önnur félög alls staðar af landinu að fylgja fordæmi þeirra. „Við erum ekki að fara fram á félög láti endilega ágóða af í! þróttaleikjum renna til góðgerða, en við hvetjum félög til að líta í kringum sig og athuga hvort þeir geta ekki látið gott af sér leiða, oft þarf mun minna til en maður heldur," segir Guðjón. Leikurinn fer fram á föstudagskvöld klukkan 19.15. KFÍ tekst síðan aftur á við Hött á laugardag.

Nánar
 Sundfélagið Vestri og Ísafjarðabær taka saman höndum og bjóða upp á sundkennslu fyrir almenning á Ísafirði. Tilgangurinn er að efla sundmenningu í bæjarfélaginu með því að auka almenna þátttöku í íþróttinni.

Einnig verða sundgestir hvattir til aukinnar iðkunar með því að skrá sundferðir sínar hjá starfsfólki sundhallarinnar sem mun halda utan um ferðarfjölda þátttakenda. Viðurkenningar verða veittar þegar 12km, 25km, 50km og 100km er náð.

Átakið hefst þann 3. nóvember og verður leiðsögn á þriðjudögum kl.19:00-19:40

miðvikudögum og föstudögum kl. 06:45-07:45

Þáttakendur skrái sig hjá Margréti Eyjólfsdóttur í síma 867-7745

eða í afgreiðslu Sundhallar Ísafjarðar.

Nánar
Dómaranámskeið í blaki á vegum Blaksamband Íslands í samvinnu við Blakfélagið Skell verður haldið miðvikudagskvöldið
16.september  n.k.  Námskeiðið hefst kl.18:10 í Skólagötu 10 en síðan lýkur því með verklegri æfingu og prófi til héraðsdómara í Íþróttahúsinu á Torfnesi síðar um kvöldið.

Kennari á námskeiðinu er Sævar Guðmundsson landsdómari og framkvæmdastjóri BLÍ.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið og fá frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst til Ásdísar á netfangið asdisbirna@simnet.is eða hafa samband í síma 862 6561

Nánar

Styrkir úr Íþróttasjóði


Menntamálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði sem starfar samkvæmt íþróttalögum nr. 64/1998, sbr. reglugerð nr. 803/2008. Veita má framlög til eftirfarandi verkefna á sviði íþrótta:

  • Sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana.
  • Útbreiðslu- og fræðsluverkefna.
  • Íþróttarannsókna.
  • Verkefna samkvæmt 13. gr. íþróttalaga.

Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi.
Eyðublöð má finna á http://umsoknir.menntamalaraduneyti.is/

Sækja þarf um aðgang að umsóknavef ráðuneytisins. Aðgengi er einungis gefið á kennitölur og er lykilorð sent til viðkomandi á netfang sem gefið er upp við nýskráningu.

Lykilorðinu má breyta eftir innskráningu með því að opna Mínar stillingar.
Umsækjendur skrá sig inn með kennitölu og lykilorði og velja menntamálaráðuneytið undir flipanum Umsóknir. Þar er umsóknareyðublað fyrir íþróttasjóð. Svæði merkt rauðri stjörnu verður að fylla út. Umsækjendur geta fylgst með afgreiðslu umsókna sinna með því skrá sig inn á umsóknavefinn.
Nánari upplýsingar veitir Valgerður Þórunn Bjarnadóttir í síma 545 9500 eða í tölvupósti á valgerdur.thorunn.bjarnadottir@mrn.stjr.is.

Umsóknarfrestur er til 1. október 2009.

Nánar
  

Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í verkefnasjóð sambandsins. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að styrkja útbreiðslu og átaksverkefni í íþróttastarfi í Ísafjarðarbæ. Styrkveitingum er ætlað að efla íþróttastarf í sveitarfélaginu og auka aðgengi að einstökum íþróttagreinum.

Umsóknarfrestur er til 18. september 2009

Vakin er sérstök áhersla á reglugerð sjóðssins sem finna má á heimasíðu HSV www.hsv.is . Þar undir „Um HSV" og þar í verkefnasjóður. 

Sjóðurinn styrkir ekki: mannvirkjagerð, áhaldakaup, keppnisferðir eða uppskeruhátíðir.

 

Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri HSV Kristján Þór Kristjánsson   í síma: 861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is

Nánar