Halldór Halldórsson bæjarstjóri og Jón Páll Hreinsson formaður HSV við undirritun samningsins
Halldór Halldórsson bæjarstjóri og Jón Páll Hreinsson formaður HSV við undirritun samningsins

Héraðssamband Vestfirðinga skrifaði á föstudaginn undir verkefnasamning við Ísafjarðarbæ.  Um er að ræða breyttan og endurskoðaðan samning frá því í haust. Breytingar hafa verið gerðar á verkefnum og þau skilgreind betur. Þá lækkar upphæðin úr 8 milljónum í 5,9. Einnig er gerð sú breyting að nú er meira gert úr verkefnum sem gagnast geta barna- og unglingastarfi aðildarfélaga HSV.

Nánar

Ákveðið var á aðalfundinum að bjóða nýja félaga velkomna með myndarlegum afslætti á félagsgjöldum.

Tuttugu ára og eldri borgi einungis hálft gjald, 2000 kr. fyrsta árið í félaginu.

15-20 ára borga einungis 1000 kr. á ári, og fá 50% afslátt á æfingagjaldi á leirdúfuvelli.

Þess ber að geta að unglingar á aldrinum 15-18 ára þurfa skriflegt leyfi forráðamanna til að ganga í félagið og til þátttöku á æfingum. Æfingar fara fram undir eftirliti viðurkennds leiðbeinanda.

Félagið skaffar tvíhleypta haglabyssu og .22 cal riffil til æfinga, svo að það eina sem þarf, er áhugi og vilji til að vera með.....

Upplýsingar og skráning í félagið er hjá Gumma í síma 8614694, eða Kidda í síma 8981050.

Nánar

KFÍ spilar mjög mikilvægan leik í kvöld við Hauka.  Með sigri í stíga strákarnir stórt skref í átt að úrslitakeppninni. Við hvetjum alla til að mæta í kvöld og styðja við bakið á strákunum. Leikurinn hefst kl 19:15.
Fyrirhugað er að halda Ásgeirsmótið í svigi um helgina. Það er þó þeim skilyrðum háð að veðrið verði í lagi. Frekari upplýsingar er á heimasíðu SFÍ www.snjor.is .
Hestamannafélagið Stormur stendur fyrir kynningunni "Beisli án méla". Frekari upplýsingar um þetta er á heimsíðu Storms http://stormur.123.is .

Ef einhver er með upplýsingar um frekari mót eða viðburði um helgina vinsamlegast látið vita á hsv@hsv.is .

Nánar
  Sýndu hvað í þér býr!


Námskeið í félagsmálafræðslu á Ísafirði 9. febrúar

Námskeið í félagsmálafræðslu verður haldið í Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði 9. mars. Fyrra námskeiðið byrjar klukkan 13:00 - 17:00 seinna er frá 18:00 og stendur til 22:00. Kennari á námskeiðinu er Sigurður Guðmundsson.

Ungmennafélag Íslands í samvinnu við Bændasamtök Íslands og Kvenfélagasamband Íslands standa fyrir félagsmálafræðslu um land allt í vetur undir yfirskriftinni ,,Sýndu hvað í þér býr." Hlutverk námskeiðsins er að sjá félagsmönnum fyrir fræðslu í ræðumennsku og fundarsköpum. Námskeiðsgjald er 5000 þúsund krónur.  

Áhugasömum er einnig bent á að afla sér frekari upplýsingar um verkefnið  hjá Guðrúnu Snorradóttur landsfulltrúa UMFÍ í síma 848-5917 og á gudrun@umfi.is og  Sigurði í síma 861-3379 og á sigurdur@umfi.is

Nánar

Krakkarnir í 13-14 ára flokki hjá Skíðafélaginu fóru til Dalvíkur og kepptu þar á bikarmóti. Keppt var í svigi og stórsvigi og stóðu krakkarnir sig vel. Frekari úrslit er hægt að nálgast á heimsíðu SFÍ www.snjor.is .
Meistaraflokkur KFÍ unnu öruggan sigur á Ármanni-Þrótti á föstudagskvöldið. Ungu strákarnir hjá KFÍ fengu að spreyta sig mikið í leiknum og stóðu sig mjög vel. Á laugardagin spilaði unglingaflokkur við Fjölnismenn og töpuðu þar 78-94.  Sjá má stigaskor leikmanna á www.kfi.is .

Hjá BÍ fóru strákarnir í 5.flokki á Goðamótið á Akureyri.  Alls fóru 25 strákar í ferðina sem er mikill fjöldi fyrir einn flokk.  Strákarnir stóðu sig vel og var ferðin góð og skemmtileg.

Nánar