Öll íþrótta- og ungmennafélög innan ÍSÍ hafa rétt til að sækja um styrk í ferðasjóð ÍSÍ, vegna keppnisferða í viðurkenndum íþróttagreinum innan ÍSÍ á fyrirfram skilgreind styrkhæf mót.

Ferðasjóður íþróttafélaga hefur fengið árlegt framlag á Fjárlögum Alþingis, allt frá árinu 2007, til úthlutunar til íþrótta- og ungmennafélaga í landinu vegna keppnisferða innanlands.  Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands var falin umsjón á útreikningi og úthlutunum úr sjóðnum.

Frestur til að skila inn umsóknum vegna keppnisferða ársins 2021 
er til miðnættis 10. janúar 2022.
 
Til að sækja um farið þið inn á http://ferdastyrkir.isi.is/ og fyllið út umsókn. 
 
 

Vinnureglur varðandi úthlutun úr Ferðasjóði íþróttafélaga


Öll íþrótta- og ungmennafélög innan ÍSÍ hafa rétt til að sækja um styrk í sjóðinn, fyrir alla aldurshópa í viðurkenndum íþróttagreinum innan ÍSÍ á fyrirfram skilgreind styrkhæf mót.

Árlega skal farið yfir lista yfir þau mót sem metin eru styrkhæf.

Einungis ferðir sem mælast 150 km eða meira aðra leið, teljast styrkhæfar ferðir. 
Ferðir eru reiknaðar í fjarlægðum, út frá aðsetri viðkomandi félags og að keppnisstað. 
Til að reikna út kostnað á ferðir er notast við viðmiðunartölu pr. km. sem ákveðin er af ÍSÍ hverju sinni. Þetta er gert til að reikna út sambærilegan kostnað á allar ferðir. 

Notaður er svokallaður upphæðarstuðull til að ná fram frekari jöfnun ferðakostnaðar, þ.e. að þau félög sem þurfa, búsetu sinnar vegna, að ferðast oftast, lengst og með flesta iðkendur, fá hærra útgreiðsluhlutfall heldur en þau félög sem einungis fara eina ferð. Um er að ræða þrepaskipta hækkun eftir fyrirfram ákveðinni töflu sem byggist á upphæðum útreiknaðs ferðakostnaðar. 

Íþróttahéruðum er skipt upp í flokka. Hver flokkur hlýtur svokallaðan landsbyggðar-stuðul sem byggður er á fjarlægð helstu byggðarkjarna hvers héraðs frá höfuðborginni. 
Sá stuðull margfaldast við þann upphæðarstuðul sem til staðar er í líkaninu (upphæðarstuðul) og getið er hér fyrir ofan. Þak margfeldis upphæðarstuðuls og landsbyggðarstuðuls er 3.
Styrkur er ekki greiddur sem hlutfall af uppgefnum ferðakostnaði félaga heldur sem hlutfall af kostnaði sem reiknaður er út af ÍSÍ, út frá þeim forsendum sem ákveðnar hafa verið hvert ár fyrir sig. Tekið er mið af fjarlægð, fjölda þátttakenda og fjölda ferða. 

Enginn gistikostnaður eða annar kostnaður er styrkhæfur, einungis beinn ferðakostnaður. 

Styrkur er greiddur út í febrúarmánuði vegna keppnisferða ársins á undan. Framkvæmdastjórn ÍSÍ staðfestir úthlutun sjóðsins áður en hún kemur til greiðslu.

Vinnureglur þessar eru staðfestar af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og breytingar á þeim eru gerðar í samráði við ráðuneytið.
Nánar

Nú er búið að opna fyrir umsóknir í Afrekssjóð HSV. Samkvæmt reglugerð Afrekssjóðs HSV er markmið sjóðsins að styrkja unga og efnilega íþróttamenn með því að gera eins árs samning við viðkomandi (8. grein). En einnig er heimilt að úthluta einstaka styrkjum til þeirra íþróttamanna sem ekki falla undir skilyrði til samnings (9. grein).

  1. gr.

Eingöngu iðkendur aðildarfélaga HSV, sem stunda íþróttir sem viðurkenndar eru af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ), geta sótt um styrk úr sjóðnum.

  1. grein

Meginmarkmið sjóðsins er að styrkja unga og efnilega íþróttamenn sem líklegir eru til að verða afreksmenn í framtíðinni. Sjóðurinn skal ná því markmiði með því að gera eins árs samning við viðkomandi. 

  1. grein

Heimilt er að úthluta úr Afrekssjóðnum einu sinni á ári til þeirra íþróttamanna sem ekki falla undir skilyrði til langtímasamnings.

Reglugerð Afrekssjóðs HSV

Við höfum nú uppfært umsóknarferlið fyrir sjóðinn og er það eins hvort sem sótt er um að gera samning eða fá einstaka styrki, umsækjandi velur í ferlinu hvoru hann sækist eftir. Umsækjandi sem óskar eftir samningi en fær ekki mun sjálfkrafa færast yfir í hóp þeirra sem sækja um einstaka styrki.

Umsóknarferlið fer fram í gengum heimasíðu HSV líkt og verið hefur. Slóðin inn á ferlið er https://hsv.is/umsokn/ 

Umsóknarfrestur er til og með 30.nóvember 2021

Nánar

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. til 28. nóvember 2021. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess.

„ÍSÍ hefur í gegnum tíðina hvatt landsmenn til að huga að sinni daglegu hreyfingu í gegnum fjölbreytt verkefni sambandsins og nú er komið að landsátaki í sundi. Landsátakið, sem er skipulagt af Almenningsíþróttasviði ÍSÍ í samstarfi við Sundsamband Íslands (SSÍ), er framhald af Íþróttaviku Evrópu. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.

Síðustu misserin hafa sýnt okkur með óyggjandi hætti að það skiptir gríðarlegu máli að vera vel á sig kominn, bæði líkamlega og andlega, og góð heilsa er ómetanlegt. Það er margt sem við getum gert til að bæta og viðhalda líkama og sál og allt telur í pottinn. Íslendingar hafa alltaf verið duglegir að stunda sund og við búum svo vel að hafa góðar sundlaugar víða um landið. Sund er fyrir alla, óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Það er tilvalin þjálfunaraðferð sem styrkir hjarta- og æðakerfið, lungu og vöðva líkamans en er einnig frábær og skemmtileg tómstundaiðja sem öll fjölskyldan getur stundað saman.

ÍSÍ vonast til að landsmenn á öllum aldri taki þátt í átakinu, skelli sér í laugarnar í nóvember og skrái syntar vegalengdir á síðu átaksins, www.syndum.is Syndum okkur í gang fyrir veturinn!“

 

HSV hvetur alla til að taka þátt og skella sér í sund.

Nánar

Fyrir hönd starfsmanna sinna vilja fyrirtækin Skaginn hf., Þorgeir & Ellert hf. og 3X Technology ehf.  stuðla að bættum gæðum og faglegri vinnu við barna- og unglingastarf íþróttahreyfinga í heimabyggð. Af því tilefni hafa fyrirtækin gefið kr. 1.500.000 til HSV fyrir árið 2021 sem renna skal til aðildarfélaga sambandsins.

Megin markmið styrks Skagans3X er að efla faglegt starf og gæði við þjálfun ungra iðkenda er keppa undir merkjum aðildarfélaga HSV. Horft er til allra aðildarfélaga HSV, bæði stúlkna og drengja. Stuðningurinn er fyrst og fremst ætlaður sem viðbót við núverandi barna- og unglingastarf og ekki ætlaður til frekari fjárfestinga innan íþróttahreyfingarinnar né æfinga og keppnisferða.

Eftirtalin félög og verkefni á þeirra vegum hlutu styrk að þessu sinni:

Vestri knattspyrnudeild – yngri flokkar: Sumarskóli, Dómaranámskeið og búnaður sem er liður í uppbyggingu faglegs starfs.

Vestri körfuknattleiksdeild – yngri flokkar: Búnaður sem er liður í uppbyggingu faglegs starfs.

Vestri hjólreiðar: Helgarnámskeið fyrir börn og unglinga.

 

HSV þakkar 3X fyrir stuðninginn og hlakkar til áframhaldandi samstarfs við fyrirtækið

Nánar

Íþróttaskóli HSV á Þingeyri hefst mánudaginn 11. október nk.
Skráning er í fullum gangi og fer hún fram hér(Nóri) https://hsv.felog.is/ eða á póstfanginu ithrottaskoli@hsv.is
Íþróttaskólinn á Þingeyri er fyrir öll börn í 1.-7. bekk.
Þjálfari verður Leyre Maza Alberti.

Nánar