1 af 2

Á aðalfundi Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands í gær fimmtudaginn 13. nóvember, hlaut Jón Hálfdán Pétursson viðurkenningu fyrir vel unnin störf við þjálfun yngri flokka BÍ/Bolungarvíkur. Í tilkynningu frá félaginu segir að hann hefur lagt mikinn metnað í þjálfunina og verið knattspyrnuþjálfurum til sóma við störf sín.  

HSV óskar Jóni Hálfdáni til hamingju með þessa viðurkenningu

Nánar

Golfklúbbur Ísafjarðar hefur útnefnt kylfing ársins. Þann titil hlýtur ungur og efnilegur kylfingur, Jón Hjörtur Jóhannesson.

Nánar

Vorið 2014 var gerð óháð úttekt á Íþróttaskóla HSV. Tómas Emil Guðmundsson, sjúkraþjálfari, og Ásgeir Guðmundsson, íþróttafræðingur, tóku að sér verkið og verða niðurstöður þeirra kynntar á opnum fundi fimmtudaginn 6.nóvember klukkan 20, á fjórðu hæð Stjórnsýsluhússins. Á fundinum verður einnig rætt um ofálagseinkenni í íþróttum, forvarnir og fyrirbyggingu meiðsla. Fundurinn er einkum ætlaður foreldrum íþróttabarna á öllum aldri, forsvarsmönnum íþróttafélaga, þjálfurum og öllum þeim sem hafa áhuga á málefninu. Erindið var áður flutt í vor. 

Nánar

Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélaginu.  Sjóðsstjórn er heimilt að úthluta styrkjum til aðila utan vébanda HSV, enda muni viðkomandi verkefni verða íþróttalífi og félögum í Ísafjarðarbæ til hagsbóta.

Nánar

Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í afreksmannasjóð sambandsins. Umsóknarferlinu hefur verið breytt og fara þær nú í gegn um póstform hér á síðunni. Umsóknir skulu nú koma frá iðkendum í gegnum félögin. Hverju félagi hefur verið úthlutað aðgangi að umsóknarferlinu. Þeir sem hyggjast sækja um í afreksjóðnum snúi sér því til sinna þjálfara eða stjórna sem aðstoða við umsóknarferlið. 

Nánar