Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í afreksmannasjóð sambandsins. 

Geta allir íþróttamenn sótt um styrk í sjóðinn svo framlega sem þeir séu aðilar innan HSV og uppfylli þau skilyrði sem eru í 7.grein laga afreksmannasjóðsins.

7. gr.

Stjórn sjóðsins getur veitt styrk ef viðkomandi uppfyllir eitthvert eftirtalinna skilyrða:

Ef hann keppir á eða hefur möguleika á þátttöku á Ólympíu-, Heims-, Evrópu- eða

Norðurlandameistaramótum.

Ef hann er valinn í landslið eða úrtök fyrir landslið. Ef hann er framarlega í íþróttagrein

sinni á landsvísu eða hefur sýnt mjög góðan árangur og er líklegur til að komast í hóp

bestu íþróttamanna landsins í íþróttagrein sinni. Skal þá miðað við styrkleikaflokkun

sérsambanda (sé hún til).

Lið eða hópur geta fengið úthlutað ef þau eru framarlega í íþróttagrein sinni á landsvísu

eða hafa sýnt mjög góðan árangur og eru líkleg til að komast í hóp bestu liða/hópa

Hægt er að sjá reglugerð sjóðsins inn á heimasíðu HSV.  

 

Umsóknarfrestur er til  21. mars 2014

Ef einhverjar spurningar vakna þá má hafa samband við Pétur Markan, framkvæmdastjóra HSV, á skrifstofu tíma eða í síma 698-4842

Nánar
Athygli er vakin á nýrri heimasíðu undir HSV síðunni. Þetta er heimasíða nýjasta íþróttafélags Ísafjarðarbæjar, Kraftlyftingafélagsins Víkings.  Hér má nálgast síðunna, sem annars má finna undir félögum.

HSV óskar þeim til hamingju með síðuna og um leið lofar frábæran árangur um síðustu helgi á Íslandsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum, sem fram fór á Ísafirði. Nánar
Kristín Þorsteinsdóttir hjá Íþróttafélaginu Ívari var í gær útnefnd íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2013. Kristín, sem er 21 árs, hefur æft sund frá átta ára aldri. Í umsögn valnefndar segir að Kristín hafi ávallt stundað æfingar af elju og samviskusemi ásamt því að vera mikil keppnismanneskja. Blaðamaður náði á Kristínu og móður hennar, Sigríði Hreinsdóttur, og eru þær mæðgur að vonum stoltar af árangrinum. Árið 2013 var gott sundár hjá Kristínu. Hún tók þátt í Reykjavík International Games, Íslandsmeistarmóti í 50m laug, bikarmóti á Akureyri og Íslandsmeistarmóti í 25m laug. Á þessum mótum vann hún fjögur gull, tvö silfur og einu sinni vann hún til bronsverðlauna. 

Á bikarmótinu var Kristín einungis þremur sekúndum frá heimsmetinu og er það ótrúlegur árangur sé tekið tillit til smæðar Íþróttafélagsins Ívars og bágborinnar aðstöðu sundfólks á Ísafirði. Kristín æfir í Sundhöllinni á Ísafirði og segja þær mæðgur það vissulega erfitt að æfa í 16 metra laug en allar keppnir fara fram í 50 og 25 metra laugum. Sigríður bætir við að aðgengismál fatlaðra séu ekki eins og best verði á kosið í Sundhöllinni sem gerir fötluðum erfitt fyrir að stunda sund en segir að vissulega sé erfitt að koma aðgengismálum í topp ástand í svo gömlu húsi. 

Sem dæmi um frábæran árangur Kristínar í fyrra má nefna að á fyrrnefndu bikarmóti, sem er stigamót, mætti Kristín ein til leiks frá Ívari vegna forfalla en skilaði engu að síður 1.709 stigum í pottinn. Næsta lið á undan náði 4.757 stigum en notuðu til þess 39 sundmenn. Kristín æfir þrisvar í viku og segir að þau séu fimm sem æfi sund hjá Ívari en einungis hún taki þátt í mótum og getur það verið ansi einmanalegt. Næsta mót á dagskránni hjá Kristínu er Íslandsmót í apríl. Draumurinn er að fara á stórt sundmót á Ítalíu í haust en slík ferðalög eru kostnaðarsöm og ekki ákveðið hvort Kristín fari. 

Sundið á allan hug Kristínar og lítill tími fyrir önnur áhugamál. Hún starfar á endurhæfingardeild Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Auk Kristínar voru eftirtaldir íþróttamenn tilnefndir til verðlaunanna: Sigfús Fossdal lyftingamaður, Guðmundur Valdimarsson skotíþróttamaður, Jón Hrafn Baldvinsson körfuboltamaður, Guðmundur Sigurvin Bjarnason gönguskíðamaður, Hafsteinn Rúnar Helgason knattspyrnumaður og Anton Helgi Guðjónsson golfari.

Fréttin er fengin frá BB
M
yndasmiðurinn er Halldór Sveinbjörnsson hjá BB. Nánar

Íþróttaskóli HSV hefur göngu sína á nýju ári þriðjudaginn 7.janúar. Það er von okkar að sem flestir geti tekið þátt í þeim æfingum sem í boði eru og hver og einn njóti sín við íþróttaiðkun í skólanum. Stundatöflunni hefur verið breytt frá því í haust og nú hafa skíðaæfingar einnig bæst við í töfluna. Endilega kynnið ykkur nýju töfluna hér á heimasíðunni okkar.

Skráning í frístundina er með aðeins öðruvísi hætti en í haust, eflaust einhverjum til mikillar ánægju. Nú þarf ekki að skrá börnin í öll frístundabilin í skráningakerfinu heldur aðeins að yfirfara nafnalista sem sendur var út rétt fyrir jólin og láta vita ef einhverju þarf að breyta. Það þarf hins vegar að skrá börnin  í Íþróttaskóla HSV fyrir vorönnina og það gerið þið inni á heimasíðunni okkar: https://hsv.felog.is/

Ef upp koma vandamál varðandi skráningu í Íþróttaskólann þá endilega sendið Salome tölvupóst á netfangið ithrottaskoli@hsv.is . Ef þið viljið gera breytingar á frístundaskrá barna ykkar þá vinsamlegast sendið Margréti Halldórs tölvupóst á margreth@isafjordur.is 

Með von um gott og heilbrigt samstarf á nýju ári.

 

Nánar

Orkubú Vestfjarða afhenti á mánudag 4,2 milljónir króna í formi samfélagsstyrkja til 29 félagasamtaka á Vestfjörðum.


Íþróttaskóli HSV hlaut einn hæsta styrkinn þetta árið eða 250 þús. krónur sem nýtast frábærlega í rekstur skólans.


Héraðssamband Vestfirðinga þakkar hjartanlega þennan stuðning frá Orkubúi Vestfjarða. 

Nánar