Æfingar fyrir börn fædd árin 2008-2010 hefjast fimmtudaginn 03. september og fara æfingarnar fram í Íþróttahúsinu á Torfnesi alla fimmtudaga kl. 14:00-15:00.
Markmið verkefnisins er að ná til barna sem eru í 5.-7. bekk í grunnskóla og eru ekki að stunda æfingar hjá aðildarfélögum HSV. Mesta áhersla verður lögð á grunnþjálfun eins og stöðvaþjálfun þar sem hver og einn getur tekið þátt eftir sinni getu. Auk þess verða kynntar fyrir þátttakendum hinar ýmsu einstaklingsíþróttagreinar svo sem bogfimi, golf, sund, hestamennska, hjólreiðar og glíma. Áhersla verður líka lögð á hópeflisleiki til þess að hrista hópinn saman og efla félagsleg tengsl iðkenda. Takmarkið er að börnin fái áhuga og finni ánægju af að stunda hreyfingu og íþróttir.
Hægt er að gera undantekningu á aldursskiptingu ef einhver börn finna sig ekki í Íþróttaskólanum eða Afreksformi HSV.
Umsjón með æfingum hefur Bjarki Stefánsson framkvæmdastjóri HSV.
Skráning er hafin og fer fram í Nóra.
Nánari upplýsingar á ithrottaskoli@hsv.is .