Mánudaginn 5. september byrjum við
Drengir í 7.-10. bekk æfa á mánudögum frá 14:50-15:40.
Stúlkur í 7.-10. bekk æfa á fimmtudögum frá 14:50-15:40.
Æfingar fara fram í Stöðinni Heilsurækt, Sindragötu 2.
Skráning inn á www.hsv.is og þar er valið; skráning iðkenda
Endilega hafið samband við mig í síma 865-7161 eða sendið mér tölvupóst á hsv@hsv.is fyrir frekar upplýsingar eða aðstoð við skráningu.
Mike Reinold mun þjálfa og hefur hann góða reynslu þegar kemur að styrktar og þolþjálfun íþróttafólks. Hann hefur þjálfað íþróttamenn á öllum aldri og hefur því góða þekkingu þegar kemur að því að draga úr hættu á meiðslum og einnig til að bæta íþróttaárangur. Meðal íþróttagreina sem hann hefur verið að þjálfa fyrir eru blak, fótbolti, sund, körfubolti, íshokkí, golf og tennis. Mike er með B.S. gráðu í æfinga- og hreyfifræði og Masters gráðu í heilsu- og velferðarfræðum.