Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í afreksmannasjóð sambandsins. Umsóknarferlinu hefur verið breytt og fara þær nú í gegn um póstform hér á síðunni. Umsóknir skulu nú koma frá iðkendum í gegnum félögin. Hverju félagi hefur verið úthlutað aðgangi að umsóknarferlinu. Þeir sem hyggjast sækja um í afreksjóðnum snúi sér því til sinna þjálfara eða stjórna sem aðstoða við umsóknarferlið. 

Allir íþróttamenn geta sótt um styrk í sjóðinn svo framarlega sem þeir séu aðilar innan HSV og uppfylli þau skilyrði sem eru í 7.grein laga afreksmannasjóðsins:

7. gr.

Stjórn sjóðsins getur veitt styrk ef viðkomandi uppfyllir eitthvert eftirtalinna skilyrða:

Ef hann keppir á eða hefur möguleika á þátttöku á Ólympíu-, Heims-, Evrópu- eða

Norðurlandameistaramótum.

Ef hann er valinn í landslið eða úrtök fyrir landslið. Ef hann er framarlega í íþróttagrein

sinni á landsvísu eða hefur sýnt mjög góðan árangur og er líklegur til að komast í hóp

bestu íþróttamanna landsins í íþróttagrein sinni. Skal þá miðað við styrkleikaflokkun

sérsambanda (sé hún til).

Lið eða hópur geta fengið úthlutað ef þau eru framarlega í íþróttagrein sinni á landsvísu

eða hafa sýnt mjög góðan árangur og eru líkleg til að komast í hóp bestu liða/hópa

Hægt er að sjá reglugerð sjóðsins inn á heimasíðu HSV.  

Umsóknarfrestur er til  15. nóvember

Ef einhverjar spurningar vakna þá má hafa samband við Sigríði Láru Gunnlaugsdóttur framkvæmdastjóra HSV, netfang hsv@hsv.is eða í síma 863-8886