Meistaraflokkur karla spilaði svo við geysisterkt lið Grindavíkur á útivelli á sunnudaginn. Eftir að hafa verið yfir í hálfleik og veitt Grindavík mikla mótspyrnu fór svo að lokum að heimamenn náðu að knýja fram sigur 96-87. Það var greinilegt á þessum leik að KFÍ eru ekki komnir í úrvaldsdeild að ástæðu lausu og munu vera erfiðir mótherjar í vetur. Frekari umfjöllun um leiki KFÍ um helgina er að finna á heimasíðu félagsins www.kfi.is .
Strákarnir í 2.flokki Harðar í handknattleik léku sinn fyrsta leik í vetur á móti sterku liði HK. HK-ingar sigruðu leikinn og voru Harðar strákar svolítið ryðgaðir í fyrsta leik en mikið býr í þessu liði og eiga þeir vafalítið eftir að ná sér á strik í vetur og ná inn góðum úrslitum.
Boltafélag Ísafjarðar hélt lokahóf sitt um helgina í íþróttahúsinu Torfnesi. Þar kom fram að iðkendur BÍ í sumar voru um 180 talsins strákar og stelpur og kepptu flest allir flokkar á Íslandsmóti í sumar. Veitt voru verðlaun og viðurkenningar og að lokum fengu sér allir góðar veitingar á glæsilegu kökuhlaðborði.