Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2010 var kjörinn í gær sunnudaginn 23.janúar. Flottur hópur af frábæru íþróttafólki var tilnefndur frá níu íþróttarfélögum. Emil Pálsson Boltafélagi Ísafjarðar varð hlutskarpastur í kjörinu annað árið í röð. Þrátt fyrir ungan aldur er Emil einn allra besti knattspyrnumaður sem Vestfirðingar hafa átt. Hann spilaði á æfingamóti í Svíþjóð með U-18 ára liði Íslands þar sem hann var byrjunarmaður í öllum leikjum. Þrátt fyrir ungan aldur er hann burðarstólpi í meistaraflokki BÍ88 og var fyrirliði þess árið 2010. Hann hefur verið fastamaður í unglingalandsliðum KSÍ og stundar nú æfingar með U-19 ára landsliði Íslands. Hann leggur hart að sér við æfingar jafnt sem leiki og er fyrirmynd allra íþróttamanna, yngri sem eldri. Emil er vel af þessum titli kominn og óskar HSV honum innilega til hamingju með árangurinn.
Í kjöri til íþróttamanns Ísafjarðarbæjar voru eftirfarandi íþróttafólk. Við hjá HSV erum gríðalega stolt af þessu frábæra íþróttafólki og óskum þeim öllum til hamingju með frábæran árangur á síðasta ári og hlökkum til að fylgjast með því í framtíðinni.
Anton Helgi Guðjónsson Golfklúbbi Ísafjarðar
Elena Dís Víðisdóttir Sundfélaginu Vestra
Elín Jónsdóttir Skíðafélagi Ísfirðinga
Emil Pálsson Boltafélagi Ísafjarðar
Guðmundur Valdimarsson Skotíþróttafélagi Ísafjarðarbæjar
Jóhann Bragason Hestamannafélaginu Stormi
Margrét Rún Rúnarsdóttir Ksf. Harðar
Craic Schoen KFÍ
Ragney Líf Stefánsdóttir Íþróttafélaginu Ívar