Í gær voru dregnir út vinningshafar í Fjallapassaleiknum 2011 og fengum við Gísla Úlfarsson til að draga vinningshafa.   Markmið Fjallapassans er að hvetja einstaklinga og fjölskyldur til að nýta sér þær leiðir til heilsueflingar sem felast í náttúrunni í kringum okkur.  Með þátttöku í skemmtilegum leik getur hver og einn fundið fjall við sitt hæfi til að klífa og eflt um leið sitt líkamlega og andlega þrek svo ekki sé talað um þá mikilvægu samverustund sem fjölskyldur og vinir geta átt með þátttökunni. 

Í stuttu máli gengur leikurinn út á það að klífa ákveðin fjöll og stimpla í passa með stimplum sem eru að finna á fjöllunum.  Því næst er passanum skilað inn og verða nöfn heppinna göngugarpa dregin út að leik loknum.  Þær gönguleiðir sem voru í Fjallapassanum í ár voru Naustahvilft, náman í Syðridal, Miðfell, Kaldbakur, Þjófaskar og Sauratindar.  Áttu þátttakendur að fara að minnsta kosti 4 af þessum 6 gönguleiðum áður en þeir skila passanum sínum inn. 

Rúmlega 70 einstaklingar skiluðu inn pössum og má gera ráð fyrir því miðað við útprentaða fjallapassa að mun fleiri hafi gengið en ekki náð að klára allar fjórar göngurnar.  Ef bara er tekið mið af þeim sem skiluðu inn pössum er það vel á fjórðahundrað fjallgöngur sem farnar voru fyrir tilstuðlan leiksins.

Glæsilegir vinningar voru dregnir út og þökkum við innilega þeim fyrirtækjum sem styrktu leikinn á einn eða annan hátt.

Pixel

Hamraborg

Heydalur

North Explorers

Ísafjarðarbær

Bolungarvíkurkaupstaður

Ferðamálasamtök Vestfjarða,

Simbahöllin Þingeyri

Penninn-Eymundsson

Galdrasafnið Hólmavík

Melrakkasetrið

Einarshús, Bolungarvík

Landsbankinn

Íslandsbanki
Craftsport 

 

Hægt er að sjá nöfn vinningshafa í leiknum á heimasíðu leiksins www.fjallapassinn.is og einnig fá vinningshafar sendan tölvupóst.  Vinningshafar geta sótt gjafabréf sitt á skrifstofu HSV Austurvegi 9, 2.hæð (Sundhallarloftinu).