Frístundamiðstöð/ungmennahús verður opnað að Skólagötu 10 á Ísafirði föstudaginn 31. október næstkomandi og gefst bæjarbúum kostur á að koma og skoða húsið milli kl. 16 og 18.
Opið verður fyrir 16 ára og eldri á mánudögum og miðvikudögum milli kl. 20 og 23 fyrst um sinn, frá og með 3. nóvember.
Margvíslegt starf verður í húsinu en auk hefðbundinnar starfsemi ungmennahússins geta íþróttafélög- og önnur félög sem vinna að uppbyggilegu ungmennastarfi fengið aðstöðu í húsinu. Áhugasömum er bent á að hafa samband á fristund@isafjordur.is
Varla þarf að taka það fram að húsið verður algjörlega tóbaks- og vímuefnalaust
HSV hvetur alla til að mæta á föstudaginn og skoða húsið og kynna sér mögulega starfssemi í húsinu.