HSV var með 31 keppenda á ULM 2008 er haldið var í Þorlákshöfn. Árangur þeirra var góður en þeir uppskáru 16 gull, 7 silfur og brons.
Sundliðið stóð sig vel á mótinu en þar var fremst á meðal jafningja Ástrós Þóra Valsdóttir en hún vann 6 gull, 3 silfur og einn brons.
Körfuboltastrákar stóðu sig vel á mótinu en þeir voru einni körfu frá því að vera í verðlaunasæti á mótinu.
Næsta stóra mót er HSV tekur þátt í er Landsmót UMFÍ á næsta ári. Mótið verður haldið á Akureyri en þar hófst saga Landsmóta UMFÍ fyrir 100 árum.