Auglýst er eftir yfirþjálfar í íþróttaskóla HSV

Héraðssamband Vestfirðinga óskar eftir því að ráða metnaðarfullan og drífandi aðila í starf yfirþjálfara íþróttaskóla HSV.  Íþróttaskóli HSV sér um alla þjálfun barna í 1-4. bekk í Ísafjarðarbæ í samvinnu við aðildarfélög HSV.  Í íþróttaskóla HSV verður lögð áhersla á grunnþjálfun iðkenda ásamt því að þau fá þjálfun í flestum þeim íþróttagreinum sem í boði eru á eldri stigum hjá aðildafélögum HSV. Um er að ræða 75% starf.

Starfssvið

·         Ábyrgð á þjálfun og skipulagningu íþróttaskóla HSV

·         Skipuleggja grunnþjálfunarhluta skólans

·         Skipuleggur í samstarfi við þjálfara aðildarfélaga þjálfun í öðrum greinum

·         Skipuleggur starf kynningagreina í íþróttaskólanum

·         Sér um samskipti við foreldra iðkenda

·         Sér um samskipti við þjálfara aðildarfélaga

·         Skipuleggur í samstarfi við aðildarfélög íþróttamót og aðra viðburði

Menntunar – og hæfniskröfum

·         Háskólamenntun á sviði íþrótta æskileg

·         Mikil reynsla af þjálfun yngri barna æskileg

·         Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum

·         Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

·         Stundvísi

·         Hreint sakavottorð

Umsóknarfrestur er til 7.ágúst og þarf einstaklingurinn að geta hafið störf 15.ágúst.  Frekari upplýsingar fást hjá framkvæmdarstjóra HSV í netfang hsv@hsv.is og í síma 450-8450.