Þá er fyrra körfuboltatímabilið á enda í boltaskólanum og við tekur handbolti til 3. febrúar. Eins og áður hefur komið fram þá ætlum við að stytta hvert boltatímabil á vorönninni og vera með hverja grein tvisvar en ekki einu sinni eins og á haustönninni. Þetta er gert til þess að ekki líði of langur tími á milli greina því við höfum fleiri daga að vinna með á vorönn en haustönn.
Í grunnþjálfun þessa vikuna vorum við með þrautahringi í bland við ýmsa skemmtilega leiki. Í næstu viku verður þemað í grunnþjálfun Badminton og leikir tengdir því.
Við viljum að lokum minna foreldra á að það þarf að skrá krakkana aftur inn fyrir vorönnina. Það er gert með því að fara í gegnum skráningarferlið sem er á heimasíðu okkar www.hsv.is/ithrottaskoli. Gjaldið er það sama og áður 1.750 kr. pr. mánuð eða samtals 8.750 kr. önnin.
Íþróttakveðjur frá Íþróttaskólanum