Handknattleiksdeild Harðar á tvo fulltrúa í æfingahóp U-19 landsliðs Íslands í handbolta. Þetta eru þeir Axel Sveinsson og Jóhann Gunnar Guðbjartsson. Axel er örvhentur hornamaður og er fæddur árið 1993. Jóhann Gunnar er rétthent skytta og er fæddur árið 1992. Drengirnir hafa verið boðaðir suður til Reykjavíkur á fimm æfingar um helgina, frá fimmtudegi til sunnudags. Ingvar yfirþjálfari deildarinnar mun fylgja drengjunum suður og fylgjast með framgangi þeirra á æfingum sem og fylgjast með störfum landsliðsþjálfarans. Við óskum drengjunum og fjölskyldum þeirra til hamingju með þennan merka áfanga. Einnig hægt að sjá í frétt á heimasíðu Harðar www.hsv.is/hordur .