Sigríður L. Siðurardóttir
Sigríður L. Siðurardóttir
1 af 5

Á ársþingi HSV sem haldið var 19. maí síðastliðin voru sex einstaklingum veittar heiðursviðurkenningar HSV.  Tvö gullmerki og fjögur silfurmerki voru veitt einstaklingum sem að hafa unnið ötult starf í þágu íþróttahreyfingarinnar

Eftirfarandi fengu viðurkenningar.

Silfurmerki HSV 2021:

Sigríður L. Sigurðardóttir

Sirrý hefur starfað sem gjaldkeri SFÍ til fjölda ára og staðið sig með eindæmum vel í að halda utan um starf Skíðafélagsins. Hún hefur unnið ötullt starf fyrir hönd félagsins og jafnramt hefur hún í gegnum fyrirtæki sitt verið dyggur stuðningsmaður við öll verkefni Skíðafélagsins. Sirrý er nú að yfirgefa stjórn félagsins og vill stjórn nota þetta tækifæri til að þakka henni kærlega fyrir það góða starf sem hún hefur unnið.

 

Jónas Björnsson

Jónas hefur frá því að hann gekk í félagið verið mjög virkur félagsmaður. Hann sat í stjórn félagsins í fjögur ár og þar af eitt sem formaður. Jónas er mjög fórnfús félagsmaður og sér aldrei eftir sér í vinnu fyrir hönd félagsins. Hann hefur einnig verið ötull við að aðstoða yngri hestamenn við að koma undir sig fótunum í hestamennskunni. Það hefur hann gert með því að láta þá hafa pláss fyrir hross sín og vera til staðar á allan þann hátt sem þeir þurfa. Hann hefur verið einn af þeim sem leiðir byggingu íþróttamannvirkja sem nú rísa í Engidal.

 

Össur Össurarson

Össur sat í stjórn félagsins í fimm ár ásamt því að sinna ýmsum nefndarstörfum fyrir félagið og er enn að. Í dag sinnir hann starfi framkvæmdastjóra Kaplaskjóls og heldur utan um byggingu íþróttamannvirkja sem nú rísa í Engidal. Ásamt því að halda utan um uppbyggingu þá á hann ófá handtökin í byggingunni sjálfri. Hann hefur alltaf verið vel virkur félagsmaður og telur ekki eftir sér að sinna hinum ýmsum störfum sem til falla. Hann er einnig alltaf tilbúinn til að miðla af reynslu sinni til annarra í greininni.

 

Karl Geirmundsson

Karl er einn af stofnfélögum félagsins. Hann sat í stjórn og nefndum félagsins allt frá stofnun þess 1988 – 2001 og þar af í stjórn frá 1995 – 2001. Var hann einn af þeim sem börðust fyrir byggingu aðstöðunnar á Búðartúni í Hnífsdal og vann þar ómetanlegt starf. Þegar svæði hestamanna var flutt inn í Engidal kom hann að skipulagningu þess og uppbyggingu. Í dag er enn mikilvægur félagsmaður sem sýnir okkur sem nú störfum mikinn áhuga og aðhald. Hann hefur í gegnum tíðina verið óþreytandi í störfum sínum og alltaf verið að tilbúinn að vinna þau verk sem hann hefur verið fenginn í, óháð eðli þeirra.

 

Gullmerki:

Þorsteinn Magnfreðsson

Þorsteinn var kjörinn formaður Hestamannafélagsins Hendingar á stofnfundi félagsins 23. apríl 1988 og sat sem formaður fyrstu 3 starfsár félagsins. Ásamt því að sinna margvíslegum nefndarstörfum fyrir félagið. Þorsteinn er stórhuga og ósérhlífinn félagsmaður, með ódrepandi metnað fyrir því starfi sem honum er trúað fyrir. Hann leiddi félagið í gegnum stærstu uppbyggingu íþróttamannvirkja á Búðartúni í Hnífsdal. Í dag er hann einn af þeim sem leiðir byggingu íþróttamannvirkja í Engidal með dugnaði sínum og elju. Þorsteinn hefur allt frá stofnun félagsins verið einn af stoðum þess og stytta í leik og starfi.

 

Birna Lárusdóttir

 

Birna Lárusdóttir hefur starfað ötullega að körfuboltamálum hér á Ísafirði í rúman áratug. Birna kom inn í stjórn Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar, síðar Vestra, árið 2010 og hefur setið óslitið í stjórn síðan. Sama ár og Birna kom inn í stjórn KFÍ gekk hún í stjórn barna- og unglingaráðs KFÍ og sat þar til ársins 2020, þar af sem formaður frá 2013. Sem formaður leiddi Birna öflugt yngri flokka starf þar sem mikil áhersla var lögð á að efla allt starf með yngri iðkendum sem skilaði sér í mikilli fjölgun iðkenda.

Birna hefur átt sæti í framkvæmdastjórn Körfuboltabúða Vestra frá árinu 2013 og þar af verið framkvæmdastjóri búðanna síðan 2015. Hefur hún þar leitt öflugt starf sem hefur skilað einum bestu körfuboltabúðum landsins. Frá árinu 2017 hefur Birna átt sæti í stjórn Körfuknattleikssambands Íslands.

Birna á sjálf fjögur börn sem öll hafa stundað körfubolta og eru þrjú þeirra enn á fullu í körfubolta. Birna hefur fylgt börnum sínum vel eftir í körfuboltaiðkun þeirra og er góð fyrirmynd annarra foreldra þegar kemur að vinnu í þágu starfsins. Sjálfboðaliðastarf  Birnu í þágu körfuboltans er ómetanlegt