Jón Páll Hreinsson formaður HSV veitti tvö gullmerki á þinginu og voru þau veitt Guðríði Sigurðardóttur og Rannveigu Pálsdóttur fyrir frábært starf í þágu almenningsíþrótta í Ísafjarðarbæ í yfir þrjátíu ár óslitið. Stjórn HSV óskar þeim kærlega til hamingju með gullmerkin. Helga Guðjónsdóttir veitt tvö starfsmerki UMFÍ til þeirra Jóns Páls Hreinssonar formanni HSV og Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.
Jón Páll var endurkjörinn formaður HSV og í stjórn HSV voru kosnir til næstu tveggja ára Maron Pétursson og Gylfi Gíslason. Þrír voru kosnir í varastjórn þau Erla Jónsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir og Ari Hólmsteinsson.
Nýkjörin stjórn óskar aðildarfélögum og öðrum samstarfsaðilum ánægjulegu starfsári og vonast eftir góðu samstarfi.