Nú er fyrsti dagur Hreyfivikunnar runninn upp. Fyrsti atburður búinn og langur og fjölbreyttur listi viðburða bíður. Það voru níu manns sem tóku daginn snemma og gengu upp í Naustahvilft kl. 6 í morgun í blíðskaparveðri.
Næst á dagkrá er jógatími kl. 12 í kjallara Hlífar.
Dagskrá dagsins í dag eftirfarandi:
Kl. 12.00 Frítt í jóga með Gunnhildi Gestsdóttur í kjallaranum á Hlíf.
Kl. 18.00 Göngutúr frá kirkjunni á vegum Gönguhóps Ferðafélags Ísfirðinga
Kl. 18.15 Prufutími hjá hlaupahópnum Riddarar Rósu. Æfingar henta jafnt byrjendum sem lengra
komnum. Mæting við íþróttahúsið á Torfnesi.
Kl. 19.00 Á vegum Sundfélagsins Vestra mun Páll Janus Þórðarson íþóttafræðingur og
sundþjálfari veita ráðleggingar og punkta varðandi sund í Sundhöll Ísafjarðar
Kl. 20.00 Kraftlyftingafélagið Víkingur með opna æfingu í lyftingaraðstöðu í Vallarhúsi
Kl.18.00 Opin blakæfing fyrir fullorðna á vegum Blakfélagsins Skells í íþróttahúsinu á Austurvegi