Fulltrúar nokkurra íþróttafélaga í Ísafjarðarbæ hafa á síðustu dögum gengið um bæinn og hreinsað upp flugeldarusl. Ísafjarðarbær greiðir fyrir þessa hreinsum samkvæmt verkefnasamningi HSV og sveitarfélagsins.
Hörður og Vestri hafa skipt með sér hverfum Ísafjarðar og á Flateyri hreinsar Grettir, á Suðureyri íþróttafélagið Stefnir og á Þingeyri er það félagsmenn Höfrungs sem hreinsa götur og önnur svæði.
Skíðafélag Ísfirðinga verður svo á ferðinni á mánudegi og safnar og fargar jólatrjám fyrir íbúa gegn 1.500 kr. gjaldi sem rennur í ferðasjóð skíðabarna.