Jóhanni Torfasyni er fótbolti í blóð borinn og hann hefur verið virkur þátttakandi í íþróttinni allt sitt líf, allt frá því að vera leikmaður og til þess að vera stjórnarmaður í sínu félagi og nefndar- og stjórnarmaður hjá KSÍ.

Jói Torfa hefur um langt árabil starfað að framgangi íslenskrar knattspyrnu, hefur átt stóran þátt í uppbyggingu knattspyrnustarfs á Ísafirði, verið ötull baráttumaður fyrir knattspyrnuna á landsbyggðinni, og lagt mikið af mörkum á vettvangi KSÍ, sér í lagi þegar kemur að verkefnum yngri landsliða. Jóhann Torfason hefur gert knattspyrnuíþróttinni ómetanlegt gagn.

Þess má geta að Jóhann var einnig sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ sama dag fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu íþróttahreyfingarinnar á Vestfjörðum, knattspyrnuhreyfingarinnar og ÍSÍ.

 

HSV óskar honum til hamingju með viðurkenningarnar.