KFÍ spilar mjög mikilvægan leik í kvöld við Hauka. Með sigri í stíga strákarnir stórt skref í átt að úrslitakeppninni. Við hvetjum alla til að mæta í kvöld og styðja við bakið á strákunum. Leikurinn hefst kl 19:15.
Fyrirhugað er að halda Ásgeirsmótið í svigi um helgina. Það er þó þeim skilyrðum háð að veðrið verði í lagi. Frekari upplýsingar er á heimasíðu SFÍ www.snjor.is .
Hestamannafélagið Stormur stendur fyrir kynningunni "Beisli án méla". Frekari upplýsingar um þetta er á heimsíðu Storms http://stormur.123.is .
Ef einhver er með upplýsingar um frekari mót eða viðburði um helgina vinsamlegast látið vita á hsv@hsv.is .