Inngangur
 

Í Þessari grein er fjallað um rekstur KFÍ og helsta viðfangsefni í rekstri félagsins sem er að fjármagna þann mikla ferðakostnað sem þátttaka í  Íslandsmótum, í keppnum meðal hinna bestu á landinu, kallar á.  Því til viðbótar er rýnt betur í þennan kostnaðarlið og farið í samanburðargreiningu og velt vöngum yfir þeim niðurstöðum.

Rekstur KFÍ
 

Undanfarin ár hafa verið árangursrík í starfsemi KFÍ. Félagið hefur verið í toppbáráttu í fyrstu deild kvenna og meistaraflokkur karla keppir nú í  úrvalsdeild karla, sem er efsta deild í keppni hjá körlum í körfuknattleik.  Jafnframt því hefur KFÍ verið í öflugu yngri flokka starfi og á félagið m.a. glæsilegan fulltrúa í yngri landsliðum kvenna  þar sem Eva Kristjánsdóttir leiddi U16 ára landsliðið í stigaskorun og fráköstum en landsliðið endaði í 4 sæti á nýafstöðnu Norðurlandamóti og rétt missti af verðlaunasæti.  Þess má geta að Eva Kristjánsdóttir er líka Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar. 

Þessi rekstur kostar sitt en samkvæmt fjárhagsáætlunum KFÍ þá er beini kostnaðurinn eftirfarandi:

Gjöld

%

Flug og gisting

39

Dómarakostnaður

10

Laun og íþróttatengt

43

Annar kostnaður

8

 

Rétt er að taka fram að ákveðin jöfnun er á dómarakostnaði í efstudeildum, og er það fyrirkomulag til eftirbreytni, kannski er það leiðin til þess að jafna kostnaðinn varðandi ferðalög, að liðin sjálf í viðkomandi deild jafni kostnaðinn innbyrðis, og að KKÍ fái þá þann ferðastyrk sem kemur úr ferðakostnaðarsjóðnum til uppgjörs á ferðakostnaðinum.

 Þá er ótalinn ferðakostnaður vegna yngri flokka, sem ekki verður gerð grein fyrir sérstaklega hér en er vitaskuld ekki síður mikilvæguri. 

Inn í ofangreindum kostnaði er ekki notkun á íþróttamannvirkjum en félagið notar íþróttahúsin í Ísafjarðabæ og Bolungarvík í samræmi við þá tíma sem það fær úthlutað frá HSV.

Sá útgjaldaliður sem er stærstur hjá félaginu er ferða og dómarakostnaður upp á tæplega 50%.  Það sem er svo sérstakt við þessan kostnaðarliði, er að meirihluti félaganna sem KFÍ getur borið sig saman við þarf ekki að bera þennan gríðarháa kostnað og er ætlunin sú að fara yfir það betur í þessari grein.

Nokkrar forsendur og skilgreiningar
 

Það er ákveðið tákn um velgengi íþróttafélaga að vera með meistaraflokkslið sín í keppni meðal hina bestu á landinu.  Það má því segja að í íþróttum sé tiltölulega auðvelt að meta samkeppnishæfni þar sem sigurvegarar eru krýndir og haldið er vel utan um tölfræði.  Það gerir það svo auðvelt að tala um hlutina út frá hlutlægri sýn. 

Þar sem KFÍ er að taka þátt í keppni á efsta stigi verður KFÍ því borið saman við þau lið sem eru með annað hvort sinna meistaraflokka í úrvalsdeildum.

Algengt er í erlendum rannsóknum og í innlendum rannsóknum um vinnusóknarsvæði að horfa t.a.m. á atvinnusvæði út frá ákveðnum samgöngutíma og er oft notast við 1-1,5 klst. (c.a. 80-120 km akstursfjarlægð) sem ásættanlegan samgöngutíma til þess að stunda sína vinnu.  Sú forsenda verður því notuð, þ.e.a.s. landsbyggð er hér með skilgreind þannig að hún er í 1,5 klst. akstursfjarlægð frá stórhöfuðborgarsvæðinu. 

Almennt hefur umræðan verið að þróast í þá átt að tala um mismunandi svæði á landsbyggðinni, vaxtarsvæði þar sem fólksfjölgun og hagvöxtur hefur orðið á undanförnum árum , og samdráttarsvæði þar sem fólksfækkun hefur orðið, ásamt stöðnun eða hnignun í svæðisbundna hagkerfinu.  Vestfirðir til að mynda tilheyra seinni skilgreiningunni sem samdráttarsvæði.

Greining á úrvalsdeildum karla og kvenna
 

Í úrvalsdeild karla eru eingöngu 2 lið sem hægt er að skilgreina sem landsbyggðarlið,  öll hin liðin eru í um einnar klukkustundar eða minni fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.  Þó verður að geta þess að Snæfell  er í 172 km fjarlægð frá Reykjavík og í raun hægt að segja að það lið rétt sleppi inn í skilgreininguna landsbyggðarlið og skv. heimildum KFÍ þá keyra Snæfellingar í alla sína leiki (enda um 2 tíma ferðalag  sem er allt annað en um 6 tíma akstursferðalag sem Ísfirðingar búa við).  Það má því segja að það sé eingöngu eitt landsbyggðarlið í efstu deild karla og það er KFÍ.

Það er eingöngu eitt landsbyggðarlið í úrvalsdeild kvenna.  Að vísu er Snæfell landsbyggðarliðið í þeim skilningi og eins og áður sagði er varla hægt bera saman aðstæður í samgöngum Snæfellinga við þær sem þekkjast á leiðinni frá Ísafirði til Reykjavíkur.

Fjarlægðin frá heimavelli félaganna til stór Reykjavíkursvæðisins er áhugaverð breyta sem við fyrstu sýn virðist hafa áhrif á stöðu og getu félaga.

Lykilatriði í þessari greiningu er að benda á að í úrvalsdeildum karla og kvenna er lang stærstur meirihluti félaganna í um 1 klst. akstursfjarlægð frá stór Reykjavíkursvæðinu og þar af leiðandi verður að meta ferðaþörfina aðeins betur.

Samanburður - Ferðaþörfin.
 

Neðangreint er samanburður 2 liða.

·         Lið A:  Er á landsbyggðinni út fyrri 150 km akstursradíus frá höfuðborgarsvæðinu.  Er með bæði lið sín í úrvalsdeildum.  Bikarleikir kalla á 4 auka leiki sem þarf að fara í ferðalög í.Ekki er gert ráð fyrir að komast í  úrslitakeppni. 

·         Lið X:  Liðið er á Höfuðborgarsvæðinu.  Er með bæði lið sín í úrvalsdeildum.  Vegna bikarleikja þá fari liðið 2 sinnum út á á land.

 

 

      Lið A

        Lið X

Fjöldi ferða út fyrir 150 km:

Mfl ka.

15

2

Mfl kv.

10

2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samtals

25

4

 

Niðurstaðan á þessari þarfagreiningu er sú að lið á landsbyggðinni sýna fram á ferðaþörf sem er rúmlega sexfalt meiri en það sem er hjá sambærilegu liði á höfuðborgarsvæðinu.  Það er því töluverð skekkja í hvernig félög bera sinn kostnað við að vera í keppni meðal hinna bestu.

Úrræðin varðandi ferðakostnað
 

Það eru til úrræði til þess að styrkja íþróttafélög vegna ferðakostnaðar og fékk KFÍ um 700 þ.kr. af 62 m.kr. sem varið var í jöfnun ferðakostnaðar á landsvísu.  Þetta er um 4% af kostnaði við ferðalög KFÍ á ársgrundvelli.  Í þessu samhengi má geta þess að félög sem eru í innan við 100 km fjarlægð frá Reykjavík fengu um 35% af heildarpottinum eða um 22 m.kr.  Þessi misskipting er eitthvað sem þarf að skoða betur og það þarf að beina þessum fjármunum á þau svæði þar sem þörfin er mest á hvert félag.  Með þessu er ekki verið að gera lítið úr þörf félaga á höfuðborgarsvæðinu til að á stuðning við sín ferðalög út á land, heldur verið að leggja áherslu hvað sú þörf er miklu meiri fyrir félag sem er statt á landsbyggðinni (svo ekki sé minnst á þegar félögin eru á „jaðarsamdráttarsvæðum“).

Samaburðurinn höfuðborgarsvæðið og landsbyggðin
 

 Það að vera með félag á höfuðborgarsvæðinu hefur töluverð áhrif á fjárhag félagsins og í raun allan rekstur.

Það er búið að benda á ferðakostnaðinn og ljóst er að umfang rekstrar hjá liðum hvað ferðakostnað er hlutfallslega minni en hjá landsbyggðarliði. 

Mannauðspotturinn á höfuðborgarsvæðinu er meiri til að sækja í bæði iðkendur og hæfilekaríka þjálfara.  Þá má leiða líkur að því að þeir fjármunir sem fara í að greiða ferðkostnað á landsbyggðinni, er hugsanlega varið í fjárfestingum í mannauði þ.e.a.s. félög á höfuðborgarsvæðinu hafa meiri  getu til þess að fjárfesta í hæfileikaríkum þjálfurum og leikmönnum.  Hugsanlega er þetta  ein af lykilástæðum þess að félögin á höfuðborgarsvæðinu eru líklegri til að vera í keppni meðal hinna bestu.

Um áhrif íþróttastarfs almennt og stjórnvöld
 

Í erlendum rannsóknum hefur verið sýnt fram á að íþróttaiðkun  getur lækkað heilbrigðiskostnað.  Þetta á sérstaklega við varðandi offitu og afleidda sjúkdóma. Íþróttaiðkun samhliða góðu mataræði og öðrum hollum lífstílsvenjum er því fyrirbyggjandi fyrir töluverðan kostnað fyrir samfélagið.  Rannsóknir hafa bent á að íþróttir og heilbrigt líferni geti minnkað tifelli um alvarlega heilbrigðisvanda tengt offitu um 30-50%,  ekki verður reynt í þessari grein að meta hvaða þýðingu það hefur í þjóhagslegum sparnaði á Íslandi en það ætti að vekja fólk til umhugsunar þegar þjóðhagslegi kostnaðurinn er metinn. Í rannsóknum um offitu á Íslandi og þjóðhagslegan kostnað þá er hann metin sem 5,8 milljarðar á verðlagi ársins 2007.  Sem er um 8,7 milljarðar á verðalagi ársins 2013. Það væri því verðugt verkefni að rýna í hvað þessi kostnaður gæti verið ef öflugs íþróttastarfs nyti ekki við.  Það má einnig hugsa um ferðasjóðinn í samhengi við þessar tölur og í raun má hugsa öll framlög stjórnvalda til íþróttastarfa út frá þessari kostnaðarstærð .

Stjórnvöld hafa verið að að hækka skatta og álögur sem hafa bein áhrif á ferðakostnað t.d.  hækkun skatta vegna flugfargjalda, álögur og gjöld vegna eldsneytis.  Þó að íþróttastarf sé lítill hluti af hagkerfinu, og stjórnvöld sjálfsagt ekki að hugsa mikið um starf íþróttafélaga þegar svona stórar ákvarðanir eru teknar, þá er ljóst að slíkar hækkanir hafa töluverð áhrif á hag íþróttafélaga sem og annarra. Eðli málsins samkvæmt þá hefur það töluvert áhrif á þá sem hafa mestu ferðþörfina og eins og hefur verið sagt frá hér í samhengi við ferðaþörfina má leiða líkur á því að það hafi um fimm sinnum meiri áhrif fyrir íþróttafélag á landsbyggðinni en félag á höfuðborgarsvæðinu. 

 

Nokkur íhugunaratriði
 

Með þessari greina og umfjöllun er ekki með neinum hætti verið að hallmæla því öfluga og kröftuga íþróttastarfi sem fer fram á höfuðborgarsvæðinu.  Þetta snýst ekki um höfuðborgarsvæðið á móti landsbyggðinni.  Lykilatriðið í þessari grein er  að reyna að varpa hlutlægri sýn á þann vanda sem íþróttafélög á landsbyggðinni búa við varðandi ferðakostnað og hvaða áhrif það hefur á burði og getu félaganna.  Kjarni málsins er sú að samkeppnishæfni íþróttafélaga á landsbyggðinni er minni en þeirra á höfuðborgarsvæðinu og má rekja stóran hlut af því til fjárhagslega ástæðna sem svo er hægt að rekja til skekkju í ferðakostnaði.

Eitt af því sem þarf að hafa áhyggjur af er að fjárhagsleg staða heimila er stór áhrifaþáttur á íþróttaþátttöku.  Það gefur því augaleið að af því má draga þá ályktun að því meiri kostnaður sem fylgir viðkomandi íþrótt því meiri neikvæð áhrif hefur það á þátttöku og iðkendafjölda.  Fyrir félög á landsbyggðinni er ljóst að ferðakostnaður hefur lengi verið þungur baggi og verður sífellt meiri baggi.  Að lokum getur það haft þær afdrífaríku afleiðingar að íþróttafélög á landsbyggðinni verði veikari og einhæfnin verði alls ráðandi.

Það var stigið gott skref með því að setja á ferðasjóð en nú þarf að skoða það enn betur og stórefla þann sjóð ásamt því að setja reglur sem geta gert landsbyggðarliðum að einhverju leyti kleift að jafna þennan mun í samkeppnishæfni sem skapast vegna ferðakostnaðar. Ekki síst svo að félögin geti farið að einbeita sér að því að fjárfesta meira í mannauði sem að lokum mun hafa jákvæð áhrif fyrir landið í heild sinni.

 

Þá má líka hugsa sér einsog fram hefur komið hér að framan að undir forystu KKÍ verði um að ræða samsskonar jöfnun og á sér stað með dómarakostnaðinn, allir leikir kosti jafnmikið, án tillits hvar þeir eru leiknir, þetta er ákveðið réttlætissjónarmið og allir ættu að geta tekið undir það.

 

Hér að neðan er tilvitnun í fyrstu grein laga um svæðisbundna flutningsjöfnun sem samþykkt voru á alþingi 17. Desember 2011. Við teljum að sömu forsendur geti átt við varðandi ferðakostnað íþróttafélaga af landsbyggðinni. Við skorum á forystu HSV og Ísafjarðarbæ að taka á með íþróttafélögunum og vinna að farsælli lausn á þessu erfiða máli sem er að sliga rekstur íþróttafélaga víðsvegar um landið.

 

 

 

 

 

Lög um svæðisbundna flutningsjöfnun.

________

I. KAFLI

Markmið, gildissvið og skilgreiningar.

1. gr.

Markmið.

Markmið laga þessara er að styðja við framleiðsluiðnað og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni

með því að jafna flutningskostnað framleiðenda sem staðsettir eru fjarri innanlandsmarkaði

eða útflutningshöfn og búa við skerta samkeppnisstöðu vegna hærri flutningskostnaðar

en framleiðendur staðsettir nær markaði.

 

Þessi grein er unnin í samvinnu KFÍ og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.



Sá ferðakostnaður sem fellur til hjá félagi  sem er vegna ferðalaga sem er umfram 150 km aðra leið er endurgreiðsluhæfur. 

Sport Participation in Canada, 2005 og  The Economic and SocialValue of Sport andRecreation to New Zealand, 2011 og Assessment of Economic Impact of Sport in Ireland, 2010.

http://www.velferdarraduneyti.is/media/rit-og-skyrslur2012/Bifrost-Offita-171108.pdf

Vísitala neysluverðs var 273,7 árið 2007 (meðaltal ársins) en var komið upp í 411,5 árið  m.v. apríl 2013.

Sport Participation in Canada, 2005