HSV auglýsir eftir umsóknum í Styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf á starfssvæði héraðssambandsins.
Umsóknarfrestur er til og með 10. Febrúar.
Taka þarf fram hvort sótt er um styrk vegna námskeiða sem þjálfarar sóttu á árinu 2024, eða vegna fyrirhugaðra námskeiða á árinu 2025.
Í umsókn þarf að koma fram helstu upplýsingar um þjálfarann og/eða verkefnið sem sótt er um styrk fyrir. Umsóknum skal skilað á netfangið umsókn@hsv.is merkt Þjálfarasjóður
Reglugerð Þjálfarasjóðs HSV má finna á heimasíðu HSV.
Þá hefur jafnframt verið opnað fyrir umsóknir í Búnaðarsjóð HSV. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er hann hugsaður til að styrkja kaup á nauðsynlegum búnaði fyrir íþróttafélög HSV. Styrkveitingum er ætlað að auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélaginu.
Umsóknarfrestur er til og með 10. Febrúar.
Taka þarf fram hvort sótt er um styrk vegna búnaðar sem keyptur var á árinu 2024, eða vegna fyrirhugaðra búnaðarkaupa á árinu 2025.
Í umsókn þarf að koma fram helstu upplýsingar um búnaðinn og/eða verkefnið sem sótt er um styrk fyrir. Umsóknum skal skilað á netfangið umsókn@hsv.is merkt Búnaðarasjóður
Reglugerð búnaðarsjóðs HSV má finna á heimasíðu HSV.