Svona hringir eru notaðir í ringó
Svona hringir eru notaðir í ringó

Í tilefni af landsmóti 50+ sem haldið verður á Ísafirði í júní verður stutt kynning á keppnisgreininni Ringo í íþróttahúsinu á Torfnesi kl. 20.00 í kvöld. Flemming Jessen kemur og leiðbeinir.
Ringó líkist blaki. Þó eru ekki notaðir boltar heldur hringir sem er kastað yfir net og gripnir af mótherjum. Þessa íþrótt geta flestir stundað.
Ringó er tiltölulega ný grein hér á landi. Hún mun vera upprunnin í Póllandi en nýtur nú vaxandi vinsælda á Norðurlöndunum.
Hvetjum við áhugasama til að kíkja í íþróttahúsið á fimmtudagskvöldið, ekki síst áhugasama keppendur á landsmóti 50+