Vestfirskri íþróttaæsku var færð á dögunum afar rausnarleg gjöf frá Rótarýklúbbi Ísafjarðar. Í tilefni útskriftar 4. bekkjar Íþróttaskóla HSV ákvað Rótarýklúbbur Ísafjarðar að klæða börnin fallegum, þægilegum og umfram allt slitsterkum Hummel íþróttagöllum.


Það verða því kátir ísafjarðarpúkar, í góðum göllum, við leik og störf á ísfirskum völlum þetta sumarið.


Gallarnir voru keyptir af Hafnarbúðinni og síðan merktir í Fánasmiðjunni og sá Rótarýklúbburinnn um allan kostnað af miklum rausnarskap. Ísfirsk samvinna af bestu gerð.

Það er HSV mikið gleðiefni að finna fyrir slíkri velgjörð í garð Íþróttaskólans og stuðningi við ískfirska íþróttaæsku.


HSV þakkar Rótarýklúbbi Ísafjarðar innilega fyrir stuðning sinn og velgjörð.