Sem kunnugt er er helmingur unglingalandsliðsins í skíðagöngu Ísfirðingar, þau Arnór Freyr Fjölnisson, Rannveig Jónsdóttir og Silja Rán Guðmundsdóttir. Unglingalið SKÍ í skíðagöngu er þessa dagana í  Noregi. Þar munu þau keppa á tveimur mótum. Fyrra mótið laugardaginn 13. mars er í Fåvang í Guðbrandsdalnum og er svokölluð skiptiganga. Í skiptigöngu er fyrsti hlutinn með hefðbundinni aðferð og síðan er um að gera að vera snöggur að skipta yfir á skautaskíði en seinni hlutinn er með frjálsri aðferð. Seinna móti er að sunnudeginum og keppa þau þá í HalvBirken sem er stytt útgáfa á hinni stóru keppni Birkebeinerrennet. HalvBirken er 28 km og er gengið með 3,5 kg bakpoka. Mark er síðan á Birkebeinerstadion sem var mótsvæðið á Lillehammer Ólympíuleikunum. Hægt er að fylgjast með þeirri göngu á birkebeiner.no. Fararstjóri í ferðinni er Jakob Einar Jakobsson. Fréttin er tekinn af heimasíðu SFÍ www.sfi.is