Næstu vikurnar verður íþróttaskólinn í samstarfi við afreksbraut menntaskólans. Krakkar á afreksbraut fá að koma inn í tíma íþróttaskólans og stjórna æfingum. Þetta verður hluti af námi þeirra á afreksbrautinni.

Tveir nemendur koma í einu og þjálfa einn dag og eru þá búnir að undirbúa tímaseðil sem þau þjálfa eftir. Þjálfari íþróttaskólans fer yfir tímaseðlana fyrir hvern tíma og verður þeim svo til halds og trausts í tímunum .

 

Við hjá íþróttaskólanum erum mjög spennt að fá þetta unga og efnilega afreksfólk í samstarf með okkur og vitum að báðir aðilar eiga eftir að njóta góðs af. Þá er ég viss um að þeir sem græða mest á þessu eru krakkarnir okkar í íþróttaskólanum sem komast í návígi við okkar efnilegasta íþróttafólk.