Nú fer hver að verða síðastur að taka þátt í viðburðum á Hreyfiviku. Síðustu dagarnir eru framundan og að vanda fjölbreytt dagskrá og eitthvað fyrir alla. Í dag, föstudag, verður Tómas Emil Guðmundsson sjúkraþjálfari með opinn tíma í líkamsrækt hjá Sjúkraþjálfun Vestfjarða á vegum Hreyfifélagsins. Tíminn byrjar á stuttri fræðlsu um mikilvægi hreyfingar. Síðar í dag er gönguferð frá kirkjunni með gönguhópnum.

Á morgun, laugardag, er prufutími hjá Hlaupahópnum riddarar Rósu kl. 9.30 og svo endurtekið sjósund kl. 10. Síðasta daginn, sunnudag, er svo Kajakróður með Sæfara kl. 11. Í fyrra komust færri en vildu í þennan viðburð svo gott er að vera mættur tímanlega í aðstöðu Sæfara niður í Neðsta. Leiga á búnaði er krónur 2.000. einnig er rétt að minna á að frítt er í allar sundlaugar Ísafjarðarbæjar.

FÖSTUDAGINN 25. SEPTEMBER

Kl. 16.00 Prufutími og fræðsla hjá Hreyfifélaginu í húsnæði Sjúkraþjálfunar Vestfjarða

Kl. 18.00 Göngutúr frá kirkjunni á vegum Gönguhóps Ferðafélags Ísfirðinga

LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER

Kl. 09.30 Prufutími hjá hlaupahópnum Riddarar Rósu. Æfingar henta jafnt byrjendum sem lengra

komnum. Mæting við íþróttahúsið á Torfnesi.

Kl. 10.00 Sjósund með sjósundfélaginu Bleikjunum. Synt af stað frá aðstöðu Sæfara í

Neðstakaupstað

SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER

Kl. 11.00 Kajakróður með Sæfara á Pollinum. Félagsmenn Sæfara veita leiðsögn og sjá um

fararstjórn. Leiga á búnaði 2.000 kr.

Svo er bara að bíða í ár eftir fleiri Hreyfivikuviðburðum!