Siglingaklúbburinn Sæfari verður með siglinga- og útivistarnámskeið fyrir 9-14 ára börn. Boðið verður upp á 5 eins vikna námskeið á tímabilinu 10. júní til 16. ágúst. Námskeið hefst á mánudegi og lýkur á föstudegi og stendur frá kl. 9-14.
Námskeiðin verða í aðstöðu Sæfara við Suðurtanga. Á námskeiðinu læra börnin m.a. á kayak og seglbáta en einnig verður farið í fjallgöngur, útilegu og hjólaferð (á eigin hjólum), föndrað úr fjörunni og farið í leiki. Hámarksþátttökufjöldi er 10-12 börn. Verð er 16.000 kr. Umsjónarmaður er Elín Marta Eiríksdóttir. Skráning og nánari upplýsingar í síma 8934289 eða á póstfanginu elineiriks@gmail.com.
Námskeiðsvikurnar verða sem
hér segir frá kl. 9-14:
10.-14. júní
24.-28. júní
1.-5. júlí
8.-12. júlí
12.-16. ágúst