Stjórn Héraðssambands Vestfirðinga auglýsir starf framkvæmdastjóra HSV laust til umsóknar. HSV er með starfssvæði í Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhreppi og hefur 16 aðildarfélög innan sinna vébanda. Sambandið vinnur náið með sveitarfélögunum tveimur að uppbyggingu íþróttamála á svæðinu ásamt því að vinna með aðildarfélögum að framgangi einstakra íþróttagreina.
Framkvæmdastjóri er starfsmaður stjórnar HSV og ber ábyrgð á daglegum rekstri ásamt samskiptum við sveitarfélög, aðildarfélög og aðra hagsmunaaðila innan íþróttahreyfingarinnar. Um er að ræða 75-100% starf og er æskilegast að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst n.k eða eftir nánara samkomulagi.
Helstu verkefni:
▪ Umsjón með rekstri HSV ásamt áætlunargerð
▪ Eftirfylgni með framkvæmd Íþróttaskóla HSV
▪ Samskipti við Ísafjarðarbæ og eftirfylgni með framkvæmd samninga við bæjarfélagið
▪ Samskipti við aðildarfélög HSV
▪ Samskipti við UMFÍ, ÍSÍ og sérsambönd
▪ Samskipti við stjórn HSV
Hæfnikröfur:
▪ Háskólamenntun sem nýtist í starfi
▪ Góð hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki
▪ Þekking á íþróttahreyfingunni og ástríða fyrir íþróttum
▪ Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
▪ Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku, önnur tungumálakunnátta kostur
▪ Reynsla af rekstri
▪ Jákvæðni og rík þjónustulund
▪ Góð almenn tölvukunnátta ásamt grunnþekkingu í að vinna með heimasíður
Með umsókn skulu eftirfarandi gögn fylgja:
▪ Ferilskrá og kynningarbréf
▪ Afrit af prófskírteinum
▪ Meðmæli eða umsagnir um fyrri störf umsækjanda
Umsóknir skulu berast í tölvupósti á netfangið formadur@hsv.is
eða bréfleiðis á skrifstofu HSV:
Héraðssamband Vestfirðinga
Suðurgötu 12
400 Ísafjörður
Umsóknarfrestur er til og með 21. júní 2021
Nánari upplýsingar veitir:
Ásgerður Þorleifsdóttir formaður HSV s. 697-7867 / formadur@hsv.is
Við hvetjum alla áhugasama óháð kyni til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Stjórn HSV áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.