Íþróttafélagið Höfrungur á Þingeyri mun um næstu helgi 26.-28. júní halda viðamikið og glæsilegt námskeið í strandblaki í samstarfi við strandblak.is. Í beinu framhaldi af námskeiðinu og kennslunni mun verða haldið fyrsta Vestfjarðamótið í strandblaki.
Karl Sigurðsson reyndur leiðbeinandi frá Strandblak.is hefur yfirumsjón með námskeiðinu. Hann er einn af frumkvöðlum strandblaks á Íslandi og hefur meðal annars keppt fyrir hönd Íslands í strandblaki erlendis. Við hjá Höfrungi teljum okkur vera virkilega lánssöm að fá Karl vestur til þess að kenna þessa skemmtilegu íþrótt á okkar glæsilegu völlum við íþróttamiðstöðina á Þingeyri.
Kjörið er fyrir alla fjölskylduna að koma á svæðið og tjalda á tjaldsvæðinu sem er stutt frá strandblaksvöllunum
Dagskrá helgarinnar verður sem hér segir:
Föstudagurinn 26. júní 19:00-21:00
Farið yfir grunn hugmyndina með strandblaki, farið yfir helstu reglur, grunntækni í boltameðferð strandblaksins kennd og leyft að prófa.
Laugardagurinn 27. Júní 10:00 - 13:30 byrjendur og unglingar.
14:30 - 18:00 fólk með smá reynslu.
Framhald af því sem kennt hafði verið á föstudeginum og reynt að auka við færni þátttakennda á markvissan hátt.
Sunnudagurinn 28. júní 09:00 - ? Vestfjarðamót í blaki
Keppt verður í karla og kvennaflokki, byrjendur munu keppa í svokölluðum trimmhóp (þrír saman) þannig að allir ættu að geta haft gaman af því að vera með.
Verð er krónur 4000 á mann og greiðist við upphaf námskeiðs
Áhugasömum er bent á að skrá sig hjá Eyrúnu Hörpu á eyrunharpa@simnet.is og síma 456-8475