Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í verkefnasjóð sambandsins. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að styrkja útbreiðslu og átaksverkefni í íþróttastarfi í Ísafjarðarbæ. Styrkveitingum er ætlað að efla íþróttastarf í sveitarfélaginu og auka aðgengi að einstökum íþróttagreinum.
Hægt að sækja um í sjóðinn fyrir verkefni sem unnin eru í janúar, febrúar og mars 2009. Umsóknarfrestur er til 16. febrúar.
Vakin er sérstök áhersla á reglugerð sjóðsins sem finna má á heimasíðu HSV www.hsv.is. Þar undir „Um HSV" og þar í verkefnasjóður.
Sjóðurinn styrkir ekki mannvirkjagerð, áhaldakaup, keppnisferðir eða uppskeruhátíðir.
Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri HSV, Kristján Þór Kristjánsson, í síma 861-4668 eða í tölvupósti á hsv@hsv.is.