Um miðjan september komu í heimsókn til HSV starfsmenn þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ. Tilefnið var opnun ólympíuhlaups ÍSÍ með Grunnskólum Ísafjarðar, Bolungarvíkur, Suðureyrar og Súðavíkur. Einnig voru í för afreksíþróttamenn sem ræddu við krakkana eftir hlaup.

HSV kynnti svo fyrir gestunum starfsemi sína og var farið í tíma í íþróttaskóla HSV og Afreksformi HSV. Að lokum var sest niður og framkvæmdastjóri HSV tekinn í hlapvarpsspjall um starfsemi HSV og íþróttalíf hér á svæðinu. Hlusta má á spjallið á eftirfarandi slóð:

https://soundcloud.com/synumkarakter/2-sigridur-lara