Um íþróttaskóla HSV

Yfirþjálfari: Daniel Badu
Netfang: ithrottaskoli@hsv.is

Íþróttaskóli Héraðssambands Vestfirðinga (HSV) byrjaði haustið 2011 og er samstarfsverkefni HSV, aðildarfélaga HSV og Ísafjarðarbæjar  Íþróttaskólinn er fyrir börn í 1-4. bekk grunnskóla Ísafjarðarbæjar.  Íþróttaskóli HSV leggur áherslu á grunnþjálfun barna ásamt því að þau fái þjálfun í flestum þeim íþróttagreinum sem í boði eru á eldri stigum aðildarfélaga HSV.  Heiðar Birnir Torleifsson er yfirþjálfari og sér um skipulagningu ásamt því að sjá um grunnþjálfun og boltaskóla í 1. og 2. bekk auk grunnþjálfunar í 3. og 4. bekk. Hann heldur einnig utan um þjálfun annarra greina í samstarfi við aðildarfélög HSV.   Ísafjarðarbær styður verkefnið og var stofnun skólans ein af grunnstoðum í nýjum samningi Ísafjarðarbæjar og HSV sem undirritaður vetur 2010-2011.

Markmið skólans eru.

  • Fá sem allra flest börn til að iðka íþróttir
  • Að fyrstu kynni barna af íþróttaiðkun sé jákvæð
  • Að börn fái að kynnast sem flestum íþróttagreinum
  • Að auka gæði þjálfunar
  • Lækka kostnað heimila við íþróttaiðkun barna
  • Auka grunnþjálfunarhluta æfinga, almenna hreyfingu, hreyfiþroska og hreyfigetu.

 

Æfinga og hugmyndafræði boltakóla HSV

Aðalmarkmið hugmyndafræði boltaskóla HSV er: Einstaklingsmiðaðar æfingar og leikæfingar í smáum hópum með auknu erfiðleikastigi. Þjálfa færni, sjálfstraust og sköpunargleði hjá iðkendum. Gera leikinn skemmtilegan á æfingum og í leik.  Virða sigur en ekki meira en gott hugarfar og frammistöðu. Bjóða upp á öruggt og lærdómsríkt umhverfi sem mætir sem best þjálfunarmarkmiðunum.                         

Ávinningur iðkenda: Eykur leikfærni óháð leikstöðu og eigin færni. Nýtur íþróttarinnar betur á eigin vegum/óháð eigin færni.

Ávinningur foreldra: Fagmannlegt öruggt og lærdómsríkt umhverfi fyrir barnið þitt. Þú færð gæði fyrir þína fjármuni.

Æfingaáætlun boltaskóla HSV: Boltastjórnun 1v1 hreyfingar Leikæfingar í smáum hópum

Agastefna íþróttaskóla HSV:                                                                                                                          Iðkendur bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Iðkendur læra góðan íþróttaanda. Ef iðkandi truflar æfingu með afgerandi hætti(allur æfingatími fer í að sinna hegðum viðkomandi) fær viðkomandi aðvörun. Ef iðkandi truflar aftur æfingu með afgerandi hætti er haft samband við foreldra. Ef iðkandi truflar æfingu í þriðja sinn þarf foreldri að fylgja iðkanda á æfingar. Ef iðkandi truflar æfingu í fjórða sinn er viðkomandi vísað frá æfingum.