Ágætu sambandsaðilar,


Í samræmi við 7. gr. laga HSV er hér með boðað til 13. héraðsþings HSV, fimmtudaginn 5. júní, í Háskólasetrinu.


Tillögur sem óskað er eftir að teknar verði fyrir á héraðsþingi skulu hafa borist stjórn HSV fjórum vikum fyrir þing.

S
íðara fundarboð með dagskrá og upplýsingum um tillögur og mál sem leggja á fyrir héraðsþing verður sent aðildarfélögum með eigi minna en tveggja vikna fyrirvara með rafrænum hætti, nema óskað sé eftir því skriflega.


Frekari upplýsingar varðandi héraðsþing HSV má finna í lögum HSV sem nálgast má á HSV.is eða hjá framkvæmdastjóra.