4. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið á Húsavík dagana 20.-22. júní.

Skráningar fyrir mótið eru nú í fullum gangi.

Á Landsmótinu UMFÍ 50+ á Húsavík verður keppt í yfir tuttugu greinum svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.


Héraðssamband Þingeyinga (HSÞ) er mótshaldari að Landsmóti UMFÍ 50+ árið 2014. HSÞ Hefur áður haldið Landsmót en það var árið 1987. HSÞ hefur því reynslu að því að halda Landsmót.

Mótið fer að mestu fram á Húsavík. Aðstaðan á Húsavík er góð til að halda Landsmót UMFÍ 50+. Stórt íþróttahús er á staðnum en þar munu fara fram fjölmargar keppnisgreinar. Frjálsíþróttavöllurinn er ekki langt frá íþróttahúsinu sem er með malarbraut. Góður fótboltavöllur er á frjálsíþróttavellinum en þar fyrir ofan eru nýir gervigrasvellir.


Glæsilegur 9 holu gorvöllur er rétt fyrir utan Húsavík. Einnig eru góð skólahúsnæði sem notuð verða um helgina fyrir keppnisgreinar. Fyrirhugaðar keppnisgreinar á mótinu eru: Almenningshlaup – boccia – blak –bidds – bogfimi – frjálsar – golf – hestaíþróttir – sýningaratriði, línudans – pútt – ringó – skák – sund – starfsíþróttir – skotfimi- stígvélakast-þríþraut.