Frestur til að sækja um styrk úr æskulýðssjóði rennur út 1. febrúar. Íþróttafélög, skátar, hjálpasveitir, nemendafélög og fleiri æskulýðssamtök geta sótt um, en úr sjóðnum er úthlutað á þriggja mánaða fresti. Íþróttafélög geta einnig sótt um styrk úr íþróttasjóði þar sem umsóknarfrestur rennur út 1. október.
Hægt er að fá nánari upplýsingar á heimasíðu ráðuneytisins, menntamalaraduneyti.is.
HSV hvetur íþróttafélögin til að skoða alla styrki ef þau eru með verkefni sem eru styrkhæf samkvæmt reglum sjóðanna. Læt hér fylgja með hlutverk æskulýðssjóðs.
Hlutverk Æskulýðssjóðs er að styrkja eftirtalin verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka:
- Sérstök verkefni sem unnin eru fyrir börn og ungmenni og/eða með virkri þátttöku þeirra.
- Þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða.
- Nýjungar og þróunarverkefni.
- Samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.