25. Héraðsþings HSV verður haldið fimmtudaginn 22. maí nk.
Þingið hefst kl. 17:00. og verður haldið í Félagsheimilinu á Suðureyri.
Fyrir liggur að breytingar verða á stjórn sambandsins. Kjósa þarf inn tvo nýja aðalmenn í stjórn auk þriggja varamanna. Þeir sem eru áhugasamir um að koma í stjórn HSV mega hafa samband með tölvupósti í hsv@hsv.is til að fá frekari upplýsingar eða heyra í Antoni Helga, tengilið uppstillingarnefndar í síma 845 3151.
Ársskýrsla HSV er kominn á heimasíðu HSV, en í henni má finna býsna margt um íþróttalíf á starfssvæði HSV.