Afreksform HSV verður á sínum stað þennan veturinn. Í haust verða styrktaræfingar í umsjón sjúkraþjálfara Sjúkraþjálfunar Vestfjarða en staðsetningin er ný, nú verða þær í íhúsnæði CrossFit Ísafjarðar. Á haustönn verður einnig í boði fræðsla um næringarfræði og andlega þjálfun.
Markmið Afreksforms HSV er að auka gæði þjálfunar hjá þessum aldurshóp og minnka
brottfall unglinga úr hreyfingu með markvissari og fjölbreyttari þjálfun. Með þátttöku ungra
iðkenda ólíkra íþróttagreina styrkjum við félagslega þáttinn í íþróttiðkun hjá fámennum
félögum í litlu samfélagi.
Skráning fer fram á heimasíðu HSV undir skráning iðkenda. Sama kerfi og notað er fyrir íþróttaskólann. Verð fyrir styrktaræfingar og fræðslu er kr. 8.000 önnin.
Afreksformið er öllum opið, ekki er sklyrði að vera skráður þátttakandi í starfi íþróttafélaganna. Allir eru velkomnir á styrktaræfingar og í fræðsluna. Til kynningar eru fyrstu tvær vikurnar fríar og opnar öllum.
Tímasetning styrktaræfinga:
Yngri hópur (árgangar 2007 og 2006)
- miðvikudaga kl. 15:45 - 16:45
Eldri hópur (árgangar 2005 og 2004)
- mánudaga 14:45 – 15.45
- miðvikudaga 14.45 - 15.45
Frekari upplýsingar má sjá í mynd hér í viðhengi.