ÍSÍ hefur auglýst til febrúarúthlutunar úr afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ.  Umsóknarfrestur er til 28.febrúar 2011 og skal senda umsóknir til ÍSÍ merktar afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.  Einnig er hægt að senda umsóknir rafrænt á orvar@isi.is.  Að þessu sinni hvetur sjóðsstjórn sérstaklega ungar og framúrskarandi íþróttakonur til að sækja um í sjóðinn.