Í upphafi ársþings í síðustu viku var skrifaði Guðný Stefanía Stefánsdóttir undir samninga fyrir hörn afreksmannasjóðs við tvo unga og efnilega iðkendur. Samningarnir fela í sér að Afreksmannasjóður greiðir mánaðarlegan styrk til íþróttafólksins í eitt ár. Um var að ræða Þórð Gunnar Hafþórsson 16 ára knattspyrnumann í Vestra og Önnu Maríu Daníelsdóttur gönguskíðkonu hjá Skíðafélagi Ísfirðinga.
Tveir aðrir ungir afreksmenn munu svo skrifa undir á næstu dögum. en það eru þau Auður Líf Benediktsdóttir blakari í Vestra og Albert Jónsson gönguskíðamaður í SFÍ.