Úthlutað hefur verið styrkjum úr Afrekssjóði HSV. Sjóðurinn gegnir mikilvægu hlutverki fyrir íþróttafólkið okkar hérna heima í héraði og erlendis.
Alls bárust 7 umsóknir frá þremur félögum. Stjórn Afrekssjóðsins ákvað að gera styrktar samninga til eins árs við tvo einstaklinga um mánaðarlega styrki. Helsta markmið með samningunum er að auka utanumhald og stefnumörkun á afrekssviði og jafnframt er sett aukin áhersla á markmið og markvissan undirbúning þeirra iðkenda sem stefna að því að komast í fremstu röð. Að þessu sinni eru þeir tveir einstaklingar sem fá árs samning við sjóðinn báðir að keppast um sæti á Ólympíuleikum sem fara fram í Peking núna í febrúar.
Einnig voru veittir styrkir til 5 iðkenda samkvæmt því ferli sem áður hefur verið úthlutað eftir hjá Afrekssjóðnum.
Þeir íþróttamenn sem gerðir verða árssamningar við eru:
Albert Jónsson, Skíðafélag Ísfirðinga
Dagur Benediktsson, Skíðafélag Ísfirðinga
Þeir íþróttamenn sem hluta stakan styrk eru:
Ástmar Helgi Kristinsson, Skíðafélag Ísfirðinga
Guðmundur Páll Einarsson, Knattspyrnudeild Vestra
Grétar Smári Samúelsson, Skíðafélag Ísfirðinga
Sveinbjörn Örri Heimisson, Skíðafélag Ísfirðinga
Pétur Þór Jónsson, Handknattleiksdeild Harðar
HSV óskar þessum afreksíþróttamönnum til hamingju