Þann 12.júní síðastliðin voru niðurstöður í ánægjuvog ÍSÍ og UMFÍ kynntar. Það var Margrét Lilja Guðmundsdóttir sem að kynnti niðurstöðurnar.
Í niðurstöðum Ánægjuvogarinnar kemur m.a. fram að 61% nemenda í efstu bekkjum grunnskóla æfir með íþróttafélagi einu sinni í viku eða oftar. Meirihluti nemendanna metur andlega og líkamlega heilsu sína góða, eru síður líkleg til að sýna af sér frávikshegðun og neyta vímuefna.
Margrét Lilja segir niðurstöður rannsókna Rannsókna og greininga sýna ótvírætt kosti íþróttastarfsins. Bæði í þágu lýðheilsu og sem forvarnargildi.
Alls voru 51 einstaklingur sem að tóku þátt í könnuninni hjá HSV, 28 strákar (48%) og 31 stelpa (52%) úr 8,9 og 10 bekk í grunnskóla.
Dæmi um niðurstöður:
88% hafa gaman af æfingum.
87 % eru ánægð með sitt íþróttafélag
40% unglinga sem æfa ekki hafa orðið ölvaðir 1x eða oftar um ævina samanborið við 6% þeirra sem æfa.
0% unglinga sem æfa ekki íþróttir með íþróttafélagi reykja daglega samanborið við 2% þeirra sem æfa.
Hægt er að skoða niðurstöður úr þessari könnun nánar undir stefnur og áætlanir á heimasíðu HSV